Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

mánudagur, maí 21, 2007

Polladagurinn

Polladagurinn var haldinn með pompi og prakt á uppstigningardag og var hann jafnframt frumraun í að halda svokallaðan "Æskulýðsdag Glitnis" sem ætlunin er að verði árlegur viðburður hér eftir.

Gengið var út frá þörfum yngstu krakkanna í skemmtuninni og gert ráð fyrir þátttöku af þeirra hálfu. Sett var upp þrautabraut í reiðhöllinni þar sem keppendur þurftu að ríða svig á milli staura, fara gegnum þröng hlið, taka með sér vatnsglas milli staða, fara í pokahlaup með hestinn sinn í taumi o.fl. - þökkum við Sigrúnu Sigurðar fyrir hjálpina í þeim efnum.

Dagurinn tókst stórvel og var þó nokkur mæting á pallana til að fylgjast með. Endað var á að bjóða öllum sem vildu á hestbak og svo voru borðaðar pizzur af mikilli lyst.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim