Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

föstudagur, febrúar 22, 2008

Árshátíð unglinga 2008 - fellur niður

Æskulýðsnefndir hestamannafélanna á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður fyrirhugaða árshátíð unglinga sem átti að fara fram í kvöld, föstudag. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þess að mjög lítil skráning hafði verið á árshátíðina.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Árshátíð Unglinga 2008

Hin árlega Árshátíð Unglinga verður haldin föstudaginn 22.febrúar í félagsheimilinu hjá Fáki. Á árshátíðina koma unglingar frá hestamannafélögunum Fák, Sörla, Mána, Andvara, Sóta, Herði og Gust. Það verður eldaður matur og svo spilar "Maggi diskó". Aldurstakmark miðast við þá sem verða 14 ára á árinu.

Hátíðin hefst kl. 19:30 og stendur til kl. 01:00.

Verðinu er stillt mjög í hóf, kr. 1.700.- með matnum, en það kemur kokkur á staðinn og útbýr góðan mat.

Það verður að skrá sig í síðasta lagi á fimmtudaginn 21. febrúar hjá Erlu Guðný í æskulýðsnefndinni á netfanginu kraka@simnet.is eða í GSM. 862-3646.

Foreldrar/forráðamenn þurfa að sjá um að koma unglingunum á staðinn og heim aftur.

sunnudagur, janúar 13, 2008

Niðurröðun á námskeið 2008

Námskeið Æskulýðsnefndar Andvara 2008.

Skráning á námskeið á vegum Æskulýðsnefndar fór fram fimmtudaginn 10 janúar. Námskeiðin hefjast mánudaginn 14.janúar.

Mánudagar:
Kl. 16: Knapamerki 5. stig 1.(Fjólublátt)
Kl. 17: Pollar, meira vanir 1
Kl. 18: Pollar, meira vanir 2
Kl. 19: Knapamerki 5. stig 2. (Fjólublátt)
Kl. 20: Keppnisnámskeið
Kl: 21: Keppnisnámskeið

Miðvikudagar:
Kl. 16: Keppnisnámskeið
Kl. 17: Pollar, minna vanir
Kl. 18: Knapamerki 1. stig (Grænt)
Kl. 19: Knapamerki 2. stig (Gult)
Kl. 20: Knapamerki 4.stig (Blátt)
Kl. 21: Æskan og hesturinn

Nú í upphafi vetrar verða þeir tímar sem merktir eru keppnisnámskeiðunum, opnir fyrir krakka sem er félagsmenn í Andvara. Rétt er samt að taka fram að Æskulýðsnefnd áskilur sér rétt til að nýta þessa tíma ef þörf krefur. Keppnisnámskeiðin hefjast svoí byrjun mars og þá verða þessir opnu tímar notaðir fyrir keppnisnámskeiðin. Úrtakan fyrir Æskan og hesturinn verður auglýst á næstu dögum.

Hópaskipting:

Pollar, minna vanir
Þórunn Harpa Garðarsdóttir
Elsa Karen Þorvaldsdóttir
Sylvía Sara Ólafsdóttir
Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir
Katrín Eva Árnadóttir
Kristófer Ingi Maach

Pollar meira vanir 1.
Þorsteinn Orri Garðarson
Markús Darri Maach
Helga Kristín Sigurðardóttir
Silja Orradóttir
Þorsteinn Orri Garðarson
Laufey Sverrisdóttir

Pollar, meira vanir 2.
Móeiður Kara Óladóttir
Óli Kristjánsson
Bryndís Kristjánsdóttir
Bríet Guðmundsdóttir
Viktor Guðmundsdóttir
Steinrós Birta Róbertsdóttir
Knapamerki 1 (grænt)
Anna Þöll Haraldsdóttir
Vilborg Inga Magnúsdóttir
Ragnhildur Oddný Loftsdóttir
Klara Dröfn Tómasdóttir
Fanney Jóhannsdóttir
Kristófer Björn Ólason
Eygló Þorgeirsdóttir.

Knapamerki 2 (Gult)
Bryndís Guðjónsdóttir
Valdís Ósk Ottesen
Rúna Björg Vilhjálmsdóttir
Sólveig Auður Bergmann
Þórey Guðjónsdóttir

Knapamerki 4 (blátt)
Lárus Sindri Lárusson
Arnar Heimir Lárusson
Gunnhildur Rán Gunnarsdóttir

Knapamerki 5.(fjólublátt) Hópur 1
Ingvar Freyr Ingvarsson
Alma Gulla Matthíasdóttir
Lydía Þorgeirsdóttir
Hulda Finnsdóttir

Knapamerki 5. (fjólublátt) Hópur 2.
Sandra Mjöll Andrésdóttir
Erla Magnúsdóttir
Guðlaug Jóna Matthíasdóttir
Halla María Þórðardóttir

Keppnisnámskeið.
Keppnisnámskeiðin hefjast í byrjun mars og verða auglýst betur síðar. Vinsamlegast fylgist með á www.andvari.is

Barnaflokkur.
Eygló Þorgeirsdóttir
Birna Ósk Ólafsdóttir
Anna Þöll Haraldsdóttir
Þórey Guðjónsdóttir

Unglingaflokkur.
Ellen María Gunnarsdóttir
Magnea Rún Gunnarsdóttir
Valdís Ósk Ottesen
Lydía Þorgeirsdóttir
Gunnhildur Rán Gunnarsdóttir
Vilborg Inga Magnúsdóttir
Erla Alexandra Ólafsdóttir
Guðrún Elín Jóhannsdóttir
Arnar Heimir Lárusson
Lárus Sindri Lárusson
Laufey María Jóhannsdóttir

Ungmennaflokkur.
Ásta Sigríður Harðardóttir

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Kynning á námskeiðum 2008

Námskeið Æskulýðsnefndar Andvara 2008.

Framundan er spennandi ár fyrir Andvarakrakka. Boðið verður upp á úrval námskeiða auk þess sem ýmsar uppákomur verða í vetur. Einnig er Landsmótsár svo að áhersla verður lögð á að undirbúa keppendur sem best fyrir keppni á Landsmóti.

Þau námskeið sem í boði verða í vetur eru.

Barnanámskeið (fyrir 9 ára og yngri), kennari er Sigrún Sigurðardóttir.

Námskeiðin verða haldin á mánudögum og er um að ræða 10 tíma námskeið. Námskeiðin kosta kr. 10 þúsund

Knapamerki:

Boðið verður upp á öll 5 stig knapamerkjananna. Sigrún Sigurðardóttir mun kenna 5. stig og verður það kennt á mánudögum í reiðhöllinni en bóklegir tímar verða ákveðnir með reiðkennara.

Oddrún Ýr Sigurðardóttir mun kenna hin 4 stigin og verða þau kennd á Miðvikudögum í reiðhöllinni en bóklegir tímar ákveðnir með reiðkennara.

Æskulýðsnefnd áskilur sér rétt til að fella niður stig ef ekki er næg þátttaka. Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar um Knapamerkin með því að fara inn á http://www.holar.is/knapamerki/

Grænt merki = 17.000 kr

Gult merki = 22.000 kr

Rautt merki = 27.000 kr

Blátt merki = 32.000 kr

Fjólublátt merki = 33.000 kr

Keppnisnámskeið:

Boðið verður upp á keppnisnámskeið og munu þau hefjast í mars. Þar verður lögð áhersla á að undirbúa þátttakendur fyrir Landsmótsúrtökuna. Rétt er að leggja áherslu á að þessi námskeið eru sniðin að þörfum þeirra sem ætla að taka þátt í keppni og því mikilvægt að mæta aðeins með þann hestakost sem þátttakendur stefna með í keppni í vor og sumar.

Námskeiðin kosta 15. þúsund

Kynning á dagskrá vetrarins og skráning á námskeiðin fer fram í félagsheimili Andvara Fimmtudaginn 10. janúar frá klukkan 19. Einnig er hægt að skrá í gegnum síma 661-2363 frá klukkan 20 sama dag .

Á sama tíma verður tekið á móti greiðslum vegna námskeiðanna og er posi á staðnum.

Æskulýðsnefnd Andvara.

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Knapamerkin

Þeir sem ekki komu og sóttu knapamerkjskírteinin sín geta nálgast þau hjá mér - síminn er 694-2337 (helst sem allra fyrst til að þau týnist ekki í flutningunum hjá mér)

Kristín

Æskulýðsnefndin næsta vetur

Hæ öll,

nú þarf að fara að huga að æskulýðsstarfinu í vetur.
Þannig er mál með vexti að ég er að flytja út á land (nánar tiltekið í Stóra-Rimakot í Þykkvabæ, þangað sem þið verðið velkomin í kaffi) á næstu dögum og það skilur æskulýðsnefndina eftir formannslausa!

Endilega spyrjið alla sem á vegi ykkar verða hvort þeir séu til í að taka þátt í æskulýðsstarfinu í vetur og halda því áfram öflugu.

Það er ýmislegt sem þarf að gera og skipuleggja:
- Knapamerkjanámskeiðin
- Pollanámskeiðin
- Keppnisnámskeið
- Æskan og hesturinn
- Lýsisleikar
- Polladagur (æskulýðsdagur Glitnis verður væntanlega haldinn aftur næsta vor)
- Undirbúningur fyrir landsmót
- Taka á móti danska hópnum í tengslum við landsmót

Vonandi finnst einhver öflug(ur) til að keyra starfið áfram - en eitt er víst að þetta hefði gengið mun verr s.l. vetur ef ekki hefði verið fyrir mikla þátttöku krakkanna sjálfra og skora ég því á ykkur krakkana að skrá ykkur í æskulýðsnefndina og taka áfram þátt í starfinu. Takk fyrir frábært starfsár.


Kveðja,
Kristín

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Myndakvöld hjá Danmerkurförum

Ætlum að hafa myndakvöld Danmerkurfara í næstu viku - vantar einhvern sem á lap-top sem hægt er að skoða myndirnar í

Allir sem tóku myndir í Danmörku í sumar eru beðnir að brenna þær á disk - nánari tímasetning eftir helgi

Afhending knapamerkja

Jæja
þá er æskulýðsnefndin loksins að vakna upp af sumardvalanum!!!

Sennilega kominn tími til að fara að afhenda knapamerkjaskírteinin og þátttökuskírteinin í pollanámskeiðunum (þó fyrr hefði verið)

þeir sem voru á knapamerkjanámskeiðum og pollanámskeiðum mæti


ÞRIÐJUDAGINN 28. ÁGÚST kl. 20:00 í félagsheimilinu

föstudagur, júlí 20, 2007

Heimsókn frá Skeifunni á næsta ári

Þegar leið að lokum heimsóknar okkar til Hestamannafélagsins Skeifunnar á Fjóni buðum við þeim að koma að heimsækja okkur á næsta ári. Þegar farið var að fiska eftir tímasetningu á fyrirhugaðri heimsókn kom í ljós að stóri draumurinn hjá flestum Dönunum er að koma á Landsmót á Íslandi og að komast í hestaferð á Íslandi. Í framhaldi af því var sett fram sú hugmynd að bjóða félögum Skeifunnar að heimsækja okkur síðustu dagana á Landsmóti á Hellu næsta sumar. Fyrirkomulagið yrði eftirfarandi:
  • Í byrjun Landsmóts þyrfti einhver að taka að sér að fara austur á Hellu og taka frá pláss fyrir tjaldbúðir Andvara/Skeifunnar - við myndum gera ráð fyrir 20 manna hóp frá Danmörku
  • Danirnir kæmu til landsins á fimmtudegi eða föstudegi meðan á Landsmóti stendur
  • Farið yrði beint austur á Hellu þar sem komið yrði upp sameiginlegum tjaldbúðum
  • Andvarafélagar myndu sjá um tjöld og mat fyrir hópinn um Landsmótshelgina
  • Ef tekst að útvega nægilega marga hesta að láni væri virkilega gaman að bjóða Dönunum að koma með okkur í 2ja - 3ja daga hestaferð sem gæti þá t.d. lagt upp frá Hellu að móti loknu?
Það væri náttúrulega ofsalega gaman að geta tekið á móti Dönunum á þennan hátt og er engin spurning að það tekst með sameiginlegu átaki Andvarafélaga - ég er sannfærð um að við getum fengið að láni bæði hesta, tjöld og tjaldvagna ef við leggjumst öll á eitt

  • Nauðsynlegt er að fá "comment" á þessar pælingar til að sjá hvort það er einhver stuðningur við framkvæmdina af hálfu félagsmanna!
Kveðja,
Kristín