Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

laugardagur, júní 30, 2007

Danmerkurfararnir komnir til Rynkeby

Hæ,
nu erum vid komin til Rynkeby og erum her i godu yfirlæti hja Alice (Lisu) og hennar fjolskyldu. A mogun verdum vid ræst fyrir allar aldir - verdum sott kl. 9 i fyrramalid (tha er klukkan hja ykkur 7) og ætlum ad fara a bak a storum hestum.
Upp ur hadeginu forum vid ad tygja okkur ut a motssvædid i Davinde thar sem vid verdum i tjoldum og tjaldvognum fram a fimmudag a namskeidum med dønsku krøkkunum sem lykur svo med vinamoti a fimmtudaginn. Tha verdur okkur skipt nidur a fjølskyldur sem vid gistum hja i tvær nætur - a føstudaginn ætlum vid i Legoland og a laugardagsmorgun førum vid med lest$til Kaupmannahafnar thar sem vid gistum eina nott adur en vid førum heim a sunnudagseftirmiddag.

Latum heyra fra okkur eftir thvi sem vid komumst i tølvu og a netid

fimmtudagur, júní 28, 2007

Danmerkurferðin

Nú eru Danmerkurfarar farnir að pakka niður - við förum í loftið á laugardaginn kl. 16:10 og fljúgum til Billund þar sem við hittum Danina.

Eftirfarandi var að koma frá Danmörku:

"Erum farin ad hlakka til.
Munid ad taka med regnföt. Thad er eitthvad af skúrum i vedurspánni i næsta viku.

Vid sækjum ykkur og thá er farid heim til mín. Tæplega tveggja klukkutima bíltúr.
Vid bordum svolitid og háttum.

Sunnudagsmorgun kl. 9 kemur Søren med hestavagn og ætlar ad keyra okkur smátúr i nágrenninni. Sidan er farid á bak á stórum hestum.

Eftir hádegi drifum vid okkur til Davinde thar sem námskeidid verdur. Thá höfum vid tíma til ad ræda málid - hvernig er farid ad i Danmörku og fleira.

Kvedja
Lísa"

Við ætlum í Lególand og Tívolí og gistum síðustu nóttina í Kaupmannahöfn áður en við fljúgum heim sunnudaginn 8. júlí

Knapamerkin

Prófskírteinin fyrir knapamerkin eru loksins öll komin í hús - en nú stendur þannig á að ég er á leiðinni að heimsækja Hestaklúbbinn Skeifuna á Fjóni ásamt 15 Andvarakrökkum. Við komum heim 8. júlí og þá verður kýlt á að hafa afhendingu prófskrírteina og viðurkenninga fyrir pollanámskeið í vikunni eftir það. Haft hefur verið samband við þá sem ekki náðu og þeim gefið tækifæri til að reyna aftur, þ.a. þeir sem ekki hafa heyrt frá Sigrúnu eða Betu hafa örugglega náð

Kveðja,
Kristín

sunnudagur, júní 10, 2007

Niðurgreiðsla námskeiðsgjalda fyrir keppnisnámskeið

Þeir foreldrar sem sendu krakkana sína á keppnisnámskeið hjá Ella Sig eru beðnir um að hafa samband við Kristínu, formann æskulýðsnefndar, því samþykkt hefur verið að þeir sem fóru á námskeiðin og ekki höfðu áður notið niðurgreiðslu vegna knapamerkjanámskeiða í vetur fái niðurgreiðslu upp á kr. 2.500 fyrir hvort námskeið (þ.e. þeir sem fóru á bæði námskeiðin hjá Ella og ekkert knapamerkjanámsekið fá 5.000 kr. styrk frá félaginu)

Íslandsmót yngri flokka í Glaðheimum





Íslandsmót yngri flokka í Glaðheimum

Íslandsmót í hestaíþróttum fyrir börn, unglinga og ungmenni fer fram í Glaðheimum í Kópavogi dagana 21. -24. júní nk.

Íslandsmót í hestaíþróttum fyrir börn, unglinga og ungmenni fer fram í Glaðheimum í Kópavogi dagana 21. -24. júní nk. Skráning fer fram hjá hestamannafélögunum sem sjá um að skila inn skráningargjöldum og skrá keppendur til leiks í gegnum Mótafeng.

Keppendum er bent á að leita til sinna aðildarfélaga og kynna sér hvenær skráning fer fram þar fram. Öll keppnishross þurfa að vera skráð í Worldfeng. Heimilt er að skrá fleiri en einn hest í hverja grein, en komi knapi fleiri en einum hesti í úrslit skal hann/hún velja einn hest til úrslitakeppni.

Boðið verður upp á keppni í öllum hefðbundnum greinum:
Barnaflokkur (13 ára á keppnisárinu og yngri): Tölt T1, fjórgangur V1 og fimi A.
Unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu): Tölt T1, fjórgangur V1, fimmgangur F1, gæðingaskeið PP1 og fimi A.
Ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu): Tölt T1, slaktaumatölt T2, fjórgangur V1, fimmgangur F1, gæðingaskeið PP1, 100 m skeið PP2 og fimi A2.

Mótshaldarar áskilja sér rétt til að fella niður keppnisgreinar ef þátttaka er ekki næg.

Hestamannafélögin þurfa að skila skráningum inn fyrir 15. júní nk. Mótsnúmer í Mótafeng er IS2007GUS050. Skráningargjald er kr. 3.000 á grein. Skráningargjöld leggist inn á reikning Gusts 0132-26-484, kt. 570173-0309. Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnleifur í síma 893 4683 og á netfanginu bab@islandia.is.

Gustarar stefna að góðu móti, en þeir hafa reynsluna af því að halda Íslandsmót fullorðinna á síðasta ári. Glæsileg verðlaun eru í boði, en líkt og á síðasta ári munu verðlaunahafar hljóta einstaka verðlaunagripi sem hannaðir voru af listamönnunum og Gustsfélögunum Baltasar og Kristjönu Samper. Gustarar vonast til að sem flestir ungir knapar skrái sig til leiks og gera ráð fyrir spennandi og skemmtilegri keppni.

Allar nánari upplýsingar varðandi mótið, s.s. dagskrá, ráslistar ofl. munu birtast á vefsíðu Gusts, www.gustarar.is þegar nær dregur.