Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Tilkynning til Landsmótskeppenda Andvara

Æskulýðsnefnd hefur skipulagt æfingabúðir fyrir keppendur Andvara(börn, unglinga og ungmenni sjá listann fyrir neðan) í Skagafirði. Æfingabúðirnar hefjast viku fyrir Landsmót og mun Sölvi Sigurðarson reiðkennari sjá um að þjálfa hópinn og undirbúa þau fyrir átökin. Við tókum einnig á leigu félagsheimilið Melsgil (fyrir börn og foreldra), þar er hægt að gista, elda og fara í sturtu en félagið greiðir fyrir þá aðstöðu. Ekki má gleyma hestunum en við höfum samið um aðstöðu fyrir hrossin á Flugumýri, keppendur þurfa að greiða fyrir hestinn sjálfir(ca. 7500 kr. á hest fyrir 2 vikur). Þeir sem vilja nýta sér þetta þurfa að mæta í Skagafjörðinn fyrir mánudaginn 19. júní en þann dag hefjast æfingar. Stjórn Andvara mun tilnefna umsjónarmann með Melsgili sem allir geta leitað til og auðvitað ganga allir vel um og verða félaginu til sóma. Stjórn félagsins mun einnig boða keppendur á fund með foreldrum til að fara yfir ýmis mál og svara spurningum. Við höfum með aðstoð stjórnar greitt fyrir jakka merkta félaginu fyrir alla keppendur (líka varaknapa).

Við óskum ykkur alls hins besta og vonumst til að sjá ykkur sem flest í úrslitum :o)

kveðja Sirrý og Rabbi

Börn
1 Erla Alexandra Ólafsdóttir / Kostur frá Böðmóðsstöðum 2
2 Steinunn Elva Jónsdóttir / Lykkja frá Brekku
3 Andri Ingason / Fiðla frá Ásum
4 Birna Ósk Ólafsdóttir / Vísir frá Efri-Hömrum
5 Arnar Heimir Lárusson / Kolgarður frá Ystu-Görðum
6 Magnea Rún Gunnarsdóttir / Fákur frá Naustum

Unglingar
1 Hulda Finnsdóttir / Kaldalóns frá Köldukinn
2 Guðlaug Jóna Matthíasdóttir / Loftur frá Tungu
3 Ólöf Þóra Jóhannesdóttir / Kiljan frá Skíðbakka 3
4 Ásta Sigríður Harðardóttir / Sölvi frá Hólavatni
5 Karen Sigfúsdóttir / Spyrna frá Höskuldsstöðum
6 Gunnhildur Rán Gunnarsdóttir / Baldur frá Holtsmúla 1

Ungmenni
1 Þórunn Hannesdóttir / Viður frá Litlu-Tungu 2
2 Halla María Þórðardóttir / Regína frá Flugumýri
3 Viggó Sigurðsson / Akkur frá Brautarholti (senda sms v.uppl.á vef )
4 Halldór Fannar Ólafsson / Fákur frá Feti
5 Ívar Örn Hákonarson / Kviku-Skjóni frá Kópavogi
6 Erla Magnúsdóttir / Karíus frá Feti

föstudagur, júní 02, 2006

Óvissuferð æskulýðsnefndar

Laugardaginn 10. júní kl. 9 verður lagt af stað í óvissuferð, gist verður eina nótt og er áætlað að koma til baka seinnipart sunnudagsins 11. júní. Þetta verður skemmtiferð með vísindaívafi :o)
Skráning í ferðina verður í félagsheimilinu um helgina hjá okkur í veitingasölunni. Verð fyrir hvert barn/ungling er kr. 2000 sem þarf að greiða við skráningu, innifalið í því er rúta, matur og gisting. Æskulýðsnefnd greiðir ferðina niður og vonumst við til að sem flestir skrái sig því ekki verður farið fyrir færri en 25 þátttakendur.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Aukapróf í knapamerkjum

Verða haldin sem hér segir:
Þriðjudaginn 6.júní milli kl. 19- 21 : Verkleg próf í reiðhöllinni.

Miðvikudaginn 7.júní milli kl. 19 -20: Skrifleg próf í félagsheimili.

Til að hægt sé að tímasetja nemendur í verklegu prófin þarf að skrá sig í próf fyrir kl. 10. á föstudagsmorguninn 2.júní nk. í síma 879-1299 hjá Rabba