Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

föstudagur, júlí 20, 2007

Heimsókn frá Skeifunni á næsta ári

Þegar leið að lokum heimsóknar okkar til Hestamannafélagsins Skeifunnar á Fjóni buðum við þeim að koma að heimsækja okkur á næsta ári. Þegar farið var að fiska eftir tímasetningu á fyrirhugaðri heimsókn kom í ljós að stóri draumurinn hjá flestum Dönunum er að koma á Landsmót á Íslandi og að komast í hestaferð á Íslandi. Í framhaldi af því var sett fram sú hugmynd að bjóða félögum Skeifunnar að heimsækja okkur síðustu dagana á Landsmóti á Hellu næsta sumar. Fyrirkomulagið yrði eftirfarandi:
  • Í byrjun Landsmóts þyrfti einhver að taka að sér að fara austur á Hellu og taka frá pláss fyrir tjaldbúðir Andvara/Skeifunnar - við myndum gera ráð fyrir 20 manna hóp frá Danmörku
  • Danirnir kæmu til landsins á fimmtudegi eða föstudegi meðan á Landsmóti stendur
  • Farið yrði beint austur á Hellu þar sem komið yrði upp sameiginlegum tjaldbúðum
  • Andvarafélagar myndu sjá um tjöld og mat fyrir hópinn um Landsmótshelgina
  • Ef tekst að útvega nægilega marga hesta að láni væri virkilega gaman að bjóða Dönunum að koma með okkur í 2ja - 3ja daga hestaferð sem gæti þá t.d. lagt upp frá Hellu að móti loknu?
Það væri náttúrulega ofsalega gaman að geta tekið á móti Dönunum á þennan hátt og er engin spurning að það tekst með sameiginlegu átaki Andvarafélaga - ég er sannfærð um að við getum fengið að láni bæði hesta, tjöld og tjaldvagna ef við leggjumst öll á eitt

  • Nauðsynlegt er að fá "comment" á þessar pælingar til að sjá hvort það er einhver stuðningur við framkvæmdina af hálfu félagsmanna!
Kveðja,
Kristín

mánudagur, júlí 16, 2007

Prófskírteinin í knapamerkjum

Sorrý elskurnar mínar en ég hef ekki haft tíma til að hafa afhendingu prófskrírteina - vona að ég finni tíma í það sem allra fyrst.
Fyrir þá sem liggur á þá eru skrírteinin fyrir 1. stig (græna merkið) hjá mér og fyrir önnur stig ætti að vera hjá Sigrúnu

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Síðustu dagarnir í Danaveldi

Jæja
þá erum við komin heim frá Danmörku

Við fórum með lest frá Óðinsvéum inn í Kaupmannahöfn fyrir allar aldir á laugardagsmorguninn, komum farangrinum okkar fyrir á Hótel Jörgensen þar sem hópurinn var með pöntuð 2 herbergi um nóttina. Þá var þrammað í "skoðunarferð" á Strikið (farangurinn eftir þá ferð varð næstum jafn mikill og sá sem við höfðum haft með okkur í lestinni, veit ekki hvernig við fórum að því m.v. að þetta var "bara skoðunarferð"). Þegar við vorum aftur búin að losa okkur við farangurinn fórum við í Tívolí og skemmtum okkur konunglega fram til miðnættis, horfðum þá á flugeldasýninguna sem er alltaf á laugardagskvöldum og fórum svo í halarófu með leikskólabandið á milli okkar heim á hótel.

Á sunnudagsmorgun vöknuðum við rétt nægilega snemma til að ná í leifarnar af morgunmatnum á hótelinu og þá stóð valið á milli þessa að fara í dýragarðinn eða Strikið - ákváðum að fara aftur í "skoðunarferð" á Strikinu.
Svo ætluðum við að vera vel tímanlega í því að koma okkur út á flugvöll - gerðum ráð fyrir tímanum sem á alltaf að fara í að villast, en villtumst ekki neitt - og vorum því mætt út á völl 3 tímum fyrir brottför til þess eins að fá að vita að það yrði ekki byrjað að tékka inn fyrr en 2 tímum fyrir brottför. Svo leið og beið (og við biðum og biðum) og að lokum var byrjað að tékka inn í vélina - biðröðin mjakaðist hægt og svo fór að berast sá orðrómur að það yrði seinkun á fluginu - og við biðum og biðum - svo kom í ljós að áætluð seinkun yrði u.þ.b. 6-8 tímar! Og við biðum og biðum - og loks komumst við að borðinu og vorum tékkuð inn (vorum þá svo "heppin" að stelpan sem tékkaði okkur inn virtist vera nýbyrjuð og var alltaf að spyrja hvort hún væri að gera þetta rétt - og við biðum og biðum). Svo fengum við gjafabréf frá Iceland Express fyrir mat í sárabætur því við þyrftum að bíða svo lengi í viðbót við allt sem við vorum búin að bíða - en viti menn - þegar við loksins vorum komin gegnum vopnaleitina var klukkan orðin 10 og þá er öllum búðum og veitingastöðum á flugvellinum LOKAÐ! Þ.a. eftir þann tíma er aðeins hægt að kaupa brennivín og nammi. Fyrir rest komst fullkomlega úrvinda (en kátur) hópur Andvarakrakka heim til sín snemma á mánudagsmorgni.

Sagan af fætinum:
Gísli Valur hét drengur sem fór til Danmerkur. Hann var kátur og hress og átti mjög erfitt með að sitja kyrr og gera ekki neitt. Hann á það til að meiða sig. Núna meiddi hann sig í fætinum:
- það slitnaði ístaðsól þegar hesturinn hans hrekkti
- hann meiddi sig í sama fætinum og hann hafði tognað á fyrir hálfum mánuði
- það steig ofan á hann hestur
- á sama fótinn og hafði tognað
- hann sparkaði í þröskuld
- með sama fætinum og hafði verið stigið ofan á og tognað
- það var aftur stigið ofan á hann
- á sama fótinn og áður hafði verið stigið ofan á, sparkað í þröskuld og tognað
- það var keyrt yfir hann með hjólaferðatösku
- enn á sama fótinn
- það var stigið ofan á hann í Tívolí
- það var hlammað stól ofan á eina tánna (sem við það brotnaði)
- svo var skellt ofan á hann ferðatösku
- og keyrt aftur yfir með hjólaferðatösku
Þegar hér var komið sögu var fenginn að láni hjólastóll á flugvellinum til að ekki yrðu fleiri óhöpp
- en viti menn, þegar hann var á leiðinni út í flugvél, steypist hann fram fyrir sig og lendir náttúrulega alltaf á sama fætinum!

Finnst ykkur skrýtið að Gísli hafi fengið þrautsegjuverðlaun á vinamótinu??

Nú er orðið ljóst að ekki þarf að taka fótinn af verið öxl - heldur:
- hætta að sparka í þröskulda
- hætta að láta keyra yfir sig á hjólaferðatöskum
- hætta að láta fólk setja stóla ofan á tærnar
- hætta að láta hesta og fólk stíga ofan á sig
- og fyrir alla muni hætta að steypast á hausinn í hjólastólum

KVEÐJA FRÁ DÖNUNUM

Juniorlejr i Davinde 2007.

Kæru vinir i Andvara.

Okkur langar ad thakka ykkur fyrir frábæra samveru og félagsskap i Davinde.
Vonandi hefur thetta verid gaman fyrir ykkur líka thó vedur og hross hafa kannski ekki alltaf látid sem æskilegast.

Thökkum aftur fyrir goda hirdingu á hestum, goda hegdun og reidmennsku. Thid hafid farid hraustlega ad og stadid ykkur prýdilega - sérstaklega á stóru hestunum og i hindrunarstökkinu.

Thetta er búid ad vera gaman. Vonandi herfur verid skemmtilegt i Kaupmannahöfn líka.

Krakkar hédan eru farnir ad spá í hvenær vid förum til ykkar aftur. Vid drifum okkur í thetta og höfum samband vid Kristínu sem snöggvast.

Bestu kvedjur hédan

Únglinganefndin í Skeifu.

föstudagur, júlí 06, 2007

Danmerkurferdin

Jæja,
tha erum vid buin ad skoda Legoland - var ekki leidinlegra en svo ad vid vorum thar fra kl 10 i morgun til kl. 6. Forum i alls konar tæki, bordudum og forum meira i alls konar tæki og skodudum legokubbabyggingar af øllum stærdum og gerdum. Vid vorum heppin med vedrid i dag, reyndar svolitid svalt (en vid erum sko ymsu vøn og allt i lagi medan ekki er thørf a kuldagalla i sumarfriinu).

Lisa er buin ad sja um ad hjalmar seu sotthreinsadir og erum vid med vottord fra dyralækni um ad thad hafi verid gert.

Krakkarnir letu vel af ser eftir dvølina i nott hja dønsku krøkkunum og allir voru katir (en kannski sma threyttir) i morgun kl 8 thegar rutan for af stad i Legoland. Svo i fyrramalid kl. 9:10 førum vid med lestinni fra Odense til Køben. Thar førum vid beint a hotelid okkar og faum ad skilja farangurinn eftir medan vid førum i "skodunarferd" um Strikid.

Danirnir hafa tekid okkur med kostum og kunnum vid theim bestu thakkir fyrir

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Danmerkurferdin


nu er utilegunni okkar med dønsku krøkkunum lokid og allir farnir heim med dønskum fjølskyldum i 2ja til 4ra manna hopum.
Thad hefur ymislegt gerst - og eru strakarnir i hopnum duglegastir vid ad gera ferdina eftirminnilega - nu koma søgurnar af theim:

I fyrrinott rigndi eldi og brennisteini og vid erum buin ad komast ad theirri nidurstødu ad sagan verdur thannig tegar barnabørnin heyra hana: Krakkar minir, krakkar minir, thegar vid felagarnir vorum i Danmørku i gamla daga ad taka thatt i meistarakeppni (hmmm) tha rigni svo djøfullega ad vid vøknudum vid ad vindsængurnar okkar høfdu flotid ut ur tjaldinu og ut a nærliggjandi vatn (sma ykjur, hahaha) - tho hafdi Marino vaknad klukkutima adur, sa hann tha coke-dos fljota framhja ser og akvad ad hann væri ad dreyma, sneri ser a hina hlidina og helt afram ad sofa. Thad sem bjargadi okkur var ad vatnsvedrid hafdi verid thvilikt ad okkur voru farin ad vaxa sundfit a tanum og thvi var audvelt ad synda til lands a vindsængunum!
(Retta utgafan er ad thad eru bunar ad vera skurir, logn og hlytt, og i fyrrinott rigndi eldi og brennisteini, Marino reyndar sa coke-dosina fljota og helt sig væri ad dreyma, en their vøknudu upp i polli um midja nott og sem sannar islenskar hetjur var bara bitid a jaxlinn og farid med allt sitt hafurtask inn i felagsheimilid, their fengu svo ad sofa i hjolhysi sidustu nottina sem sarabætur).

Gisli Valur fekk thrautsegjuverdlaun motsins - eins og buast matti vid tha bad hann um ad fa einhvern frekar erfidan hest og fekk fullkomlega osjalfstæda frekjudos sem gat ekkert gert nema med hinum hestunum fra sama bæ (hrekkti i hvert skipti sem hann thurfti ad vera einn, th.a Gisli var allan timann ad eltast vid stelpurnar sem voru a hinum hestunum hennar Miu) - thad er buid ad slitna istad, stiga ofan a tær, fara i sma flugferdir o.fl. o.fl. Hann er reyndar ekki sa eini sem fekk ad kyssa danska mold: Thegar vid profudum storu hestana tokst Hafrunu ad detta af baki, Emilia og Gunnhildur foru i reidtur i skoginum sem endadi a ad Emilia hekka a grein sem la thvert yfir gøtuna og fældi vid thad undan Gunnhildi og komu thær skellihlæjandi til baka stoltar af ad vera sko bunar ad detta af baki i Danmørku (thad eru sko ekki allir bunir ad profa thad). Vilborg thurfti svo ad herma og detta lika. Engin stor-slys hafa ordid a folki en einhverjir simar urdu ostarfhæfir um tima vegna bleytu (their eru nu allir ad komast til heilsu)

Hafrun komst i A-urslit i tølti (a hesti fra Lisu), og Inga Lara i B-urslit i fjorgangi og Høgni komst i A-urslit i bædi tolti og fjorgangi (a meri fra Lisu) - var bedin serstaklega um grobba fyrir hennar hønd.

I gærkvøldi var kvøldvaka thar sem synd voru nokkur skrautreidar-atridi. Dønsku krakkarnir voru greinilega buin ad leggja mikla vinnu i undirbuning, æfingar og buninga. Vegna tungumalaørdugleika høfdu islensku krakkarnir ekki skilid hvad atti ad gera og vildu thvi ekki vera med. En a sidustu stundu (thegar uppgøtvadist hvad var i deiglunni) var sett saman atridi a 10 minutum (th.e. a medan thau sottu hestana og løgdu a) og tokst theim ætlunarverk sitt: ad fa mannskapinn til ad hlæja hraustlega!

Thad er buid ad vera rosalega gaman - a morgun førum vid fyrir allar aldir i Legoland og verdum thar væntanlega allan daginn. Svo a laugardagsmorgun førum vid med lest fra Odense til Kaupmannahafnar til ad fara i skodunarferd a Strikid, gistum i Køben um nottina (a Hotel Jørgensen sem er i midbænum) og stefnum svo a Tivoli a sunnudagsmorgun, en vid fljugum ekki heim fyrr en undir kvøld (brottfør 21:15 ad stadartima)