Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Síðustu dagarnir í Danaveldi

Jæja
þá erum við komin heim frá Danmörku

Við fórum með lest frá Óðinsvéum inn í Kaupmannahöfn fyrir allar aldir á laugardagsmorguninn, komum farangrinum okkar fyrir á Hótel Jörgensen þar sem hópurinn var með pöntuð 2 herbergi um nóttina. Þá var þrammað í "skoðunarferð" á Strikið (farangurinn eftir þá ferð varð næstum jafn mikill og sá sem við höfðum haft með okkur í lestinni, veit ekki hvernig við fórum að því m.v. að þetta var "bara skoðunarferð"). Þegar við vorum aftur búin að losa okkur við farangurinn fórum við í Tívolí og skemmtum okkur konunglega fram til miðnættis, horfðum þá á flugeldasýninguna sem er alltaf á laugardagskvöldum og fórum svo í halarófu með leikskólabandið á milli okkar heim á hótel.

Á sunnudagsmorgun vöknuðum við rétt nægilega snemma til að ná í leifarnar af morgunmatnum á hótelinu og þá stóð valið á milli þessa að fara í dýragarðinn eða Strikið - ákváðum að fara aftur í "skoðunarferð" á Strikinu.
Svo ætluðum við að vera vel tímanlega í því að koma okkur út á flugvöll - gerðum ráð fyrir tímanum sem á alltaf að fara í að villast, en villtumst ekki neitt - og vorum því mætt út á völl 3 tímum fyrir brottför til þess eins að fá að vita að það yrði ekki byrjað að tékka inn fyrr en 2 tímum fyrir brottför. Svo leið og beið (og við biðum og biðum) og að lokum var byrjað að tékka inn í vélina - biðröðin mjakaðist hægt og svo fór að berast sá orðrómur að það yrði seinkun á fluginu - og við biðum og biðum - svo kom í ljós að áætluð seinkun yrði u.þ.b. 6-8 tímar! Og við biðum og biðum - og loks komumst við að borðinu og vorum tékkuð inn (vorum þá svo "heppin" að stelpan sem tékkaði okkur inn virtist vera nýbyrjuð og var alltaf að spyrja hvort hún væri að gera þetta rétt - og við biðum og biðum). Svo fengum við gjafabréf frá Iceland Express fyrir mat í sárabætur því við þyrftum að bíða svo lengi í viðbót við allt sem við vorum búin að bíða - en viti menn - þegar við loksins vorum komin gegnum vopnaleitina var klukkan orðin 10 og þá er öllum búðum og veitingastöðum á flugvellinum LOKAÐ! Þ.a. eftir þann tíma er aðeins hægt að kaupa brennivín og nammi. Fyrir rest komst fullkomlega úrvinda (en kátur) hópur Andvarakrakka heim til sín snemma á mánudagsmorgni.

Sagan af fætinum:
Gísli Valur hét drengur sem fór til Danmerkur. Hann var kátur og hress og átti mjög erfitt með að sitja kyrr og gera ekki neitt. Hann á það til að meiða sig. Núna meiddi hann sig í fætinum:
- það slitnaði ístaðsól þegar hesturinn hans hrekkti
- hann meiddi sig í sama fætinum og hann hafði tognað á fyrir hálfum mánuði
- það steig ofan á hann hestur
- á sama fótinn og hafði tognað
- hann sparkaði í þröskuld
- með sama fætinum og hafði verið stigið ofan á og tognað
- það var aftur stigið ofan á hann
- á sama fótinn og áður hafði verið stigið ofan á, sparkað í þröskuld og tognað
- það var keyrt yfir hann með hjólaferðatösku
- enn á sama fótinn
- það var stigið ofan á hann í Tívolí
- það var hlammað stól ofan á eina tánna (sem við það brotnaði)
- svo var skellt ofan á hann ferðatösku
- og keyrt aftur yfir með hjólaferðatösku
Þegar hér var komið sögu var fenginn að láni hjólastóll á flugvellinum til að ekki yrðu fleiri óhöpp
- en viti menn, þegar hann var á leiðinni út í flugvél, steypist hann fram fyrir sig og lendir náttúrulega alltaf á sama fætinum!

Finnst ykkur skrýtið að Gísli hafi fengið þrautsegjuverðlaun á vinamótinu??

Nú er orðið ljóst að ekki þarf að taka fótinn af verið öxl - heldur:
- hætta að sparka í þröskulda
- hætta að láta keyra yfir sig á hjólaferðatöskum
- hætta að láta fólk setja stóla ofan á tærnar
- hætta að láta hesta og fólk stíga ofan á sig
- og fyrir alla muni hætta að steypast á hausinn í hjólastólum

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

heii kristin:P hvað var aftur síðan þar sem maður getur skoðað myndirnar sem danska fólkið tók??:D

10:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Halló,

Hvenær fáum við prófskírteinin afhent vegna knapamerkjanna?

Með kveðju,
S. Lilja Ragnarsdóttir

11:20 e.h.  
Blogger Andvarakrakkar sagði...

Síðan hjá Skeifu heitir

http://www.fynsislandshesteklub.dk

veit ekki hvort það eru komnar inn á hana myndir

7:17 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim