Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

fimmtudagur, júní 28, 2007

Danmerkurferðin

Nú eru Danmerkurfarar farnir að pakka niður - við förum í loftið á laugardaginn kl. 16:10 og fljúgum til Billund þar sem við hittum Danina.

Eftirfarandi var að koma frá Danmörku:

"Erum farin ad hlakka til.
Munid ad taka med regnföt. Thad er eitthvad af skúrum i vedurspánni i næsta viku.

Vid sækjum ykkur og thá er farid heim til mín. Tæplega tveggja klukkutima bíltúr.
Vid bordum svolitid og háttum.

Sunnudagsmorgun kl. 9 kemur Søren med hestavagn og ætlar ad keyra okkur smátúr i nágrenninni. Sidan er farid á bak á stórum hestum.

Eftir hádegi drifum vid okkur til Davinde thar sem námskeidid verdur. Thá höfum vid tíma til ad ræda málid - hvernig er farid ad i Danmörku og fleira.

Kvedja
Lísa"

Við ætlum í Lególand og Tívolí og gistum síðustu nóttina í Kaupmannahöfn áður en við fljúgum heim sunnudaginn 8. júlí

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim