Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Danmerkurferdin


nu er utilegunni okkar med dønsku krøkkunum lokid og allir farnir heim med dønskum fjølskyldum i 2ja til 4ra manna hopum.
Thad hefur ymislegt gerst - og eru strakarnir i hopnum duglegastir vid ad gera ferdina eftirminnilega - nu koma søgurnar af theim:

I fyrrinott rigndi eldi og brennisteini og vid erum buin ad komast ad theirri nidurstødu ad sagan verdur thannig tegar barnabørnin heyra hana: Krakkar minir, krakkar minir, thegar vid felagarnir vorum i Danmørku i gamla daga ad taka thatt i meistarakeppni (hmmm) tha rigni svo djøfullega ad vid vøknudum vid ad vindsængurnar okkar høfdu flotid ut ur tjaldinu og ut a nærliggjandi vatn (sma ykjur, hahaha) - tho hafdi Marino vaknad klukkutima adur, sa hann tha coke-dos fljota framhja ser og akvad ad hann væri ad dreyma, sneri ser a hina hlidina og helt afram ad sofa. Thad sem bjargadi okkur var ad vatnsvedrid hafdi verid thvilikt ad okkur voru farin ad vaxa sundfit a tanum og thvi var audvelt ad synda til lands a vindsængunum!
(Retta utgafan er ad thad eru bunar ad vera skurir, logn og hlytt, og i fyrrinott rigndi eldi og brennisteini, Marino reyndar sa coke-dosina fljota og helt sig væri ad dreyma, en their vøknudu upp i polli um midja nott og sem sannar islenskar hetjur var bara bitid a jaxlinn og farid med allt sitt hafurtask inn i felagsheimilid, their fengu svo ad sofa i hjolhysi sidustu nottina sem sarabætur).

Gisli Valur fekk thrautsegjuverdlaun motsins - eins og buast matti vid tha bad hann um ad fa einhvern frekar erfidan hest og fekk fullkomlega osjalfstæda frekjudos sem gat ekkert gert nema med hinum hestunum fra sama bæ (hrekkti i hvert skipti sem hann thurfti ad vera einn, th.a Gisli var allan timann ad eltast vid stelpurnar sem voru a hinum hestunum hennar Miu) - thad er buid ad slitna istad, stiga ofan a tær, fara i sma flugferdir o.fl. o.fl. Hann er reyndar ekki sa eini sem fekk ad kyssa danska mold: Thegar vid profudum storu hestana tokst Hafrunu ad detta af baki, Emilia og Gunnhildur foru i reidtur i skoginum sem endadi a ad Emilia hekka a grein sem la thvert yfir gøtuna og fældi vid thad undan Gunnhildi og komu thær skellihlæjandi til baka stoltar af ad vera sko bunar ad detta af baki i Danmørku (thad eru sko ekki allir bunir ad profa thad). Vilborg thurfti svo ad herma og detta lika. Engin stor-slys hafa ordid a folki en einhverjir simar urdu ostarfhæfir um tima vegna bleytu (their eru nu allir ad komast til heilsu)

Hafrun komst i A-urslit i tølti (a hesti fra Lisu), og Inga Lara i B-urslit i fjorgangi og Høgni komst i A-urslit i bædi tolti og fjorgangi (a meri fra Lisu) - var bedin serstaklega um grobba fyrir hennar hønd.

I gærkvøldi var kvøldvaka thar sem synd voru nokkur skrautreidar-atridi. Dønsku krakkarnir voru greinilega buin ad leggja mikla vinnu i undirbuning, æfingar og buninga. Vegna tungumalaørdugleika høfdu islensku krakkarnir ekki skilid hvad atti ad gera og vildu thvi ekki vera med. En a sidustu stundu (thegar uppgøtvadist hvad var i deiglunni) var sett saman atridi a 10 minutum (th.e. a medan thau sottu hestana og løgdu a) og tokst theim ætlunarverk sitt: ad fa mannskapinn til ad hlæja hraustlega!

Thad er buid ad vera rosalega gaman - a morgun førum vid fyrir allar aldir i Legoland og verdum thar væntanlega allan daginn. Svo a laugardagsmorgun førum vid med lest fra Odense til Kaupmannahafnar til ad fara i skodunarferd a Strikid, gistum i Køben um nottina (a Hotel Jørgensen sem er i midbænum) og stefnum svo a Tivoli a sunnudagsmorgun, en vid fljugum ekki heim fyrr en undir kvøld (brottfør 21:15 ad stadartima)

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

haha :'D snilldar skrift ..hver er sona góður penni ? :'D

11:15 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim