Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Spilakvöldið í kvöld

Munið spilakvöldið í kvöld, mætið með uppáhaldsspilið í félagsheimilið kl. 20, popp og gos í boði hússins :o)

kveðja Æskulýðsnefnd

Bóklegir tímar í Knapamerkjum:

Rautt knapamerki:
Bóklegur tími í rauða merkinu laugardaginn 29. apríl nk. Kl. 10:00-11:30
Mæta með bækur og ritföng.

Grænt knapamerki:
Bóklegur tími í Græna merkinu miðvikudaginn 3.maí nk. Kl. 16:30-17:30
Mæta með bækur og ritföng.

Kveðja / reiðkennarar

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Lýsismótið - Æskulýðsdagur Andvara

Mánudaginn 1.maí n.k. verður hinn árlegi æskulýðsdagur Andvara. Lýsi hf. er styrktaraðilinn í ár, fjórða árið í röð og heitir því dagurinn Lýsisdagurinn. Haldið verður Lýsismót fyrir félagsmenn að Andvaravöllum og hefst mótið kl. 12.00. Keppt verður í polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki á hringvelli og skal hver keppandi ríða tvo hringi(nota langhliðar til að sýna) og sýna þrjár mismunandi gangtegundir (fet, tölt, brokk, stökk eða skeið). Dæmt verður skv. reglum um gæðingakeppni. Kynnir á mótinu verður okkar valinkunni félagsmaður Sigurður Svavarsson.

Allir þátttakendur fá krakkalýsi en fóðurlýsi er fyrir fimm efstu sætin. Eignarbikar er fyrir fyrsta sæti í öllum flokkum. Við Reiðhöllina að móti loknu verður boðið uppá grillaðar pylsur í boði æskulýðsnefndar og selt gos með. Farið verður í leiki með börnunum og verðum við með ýmis leiktæki á staðnum.
Æskulýðsnefnd Andvara hvetur félagsmenn til að taka þátt og eiga skemmtilegan dag saman.

Skráning á mótið verður í félagsheimili Andvara, miðvikudagskvöldið 26. apríl milli kl. 19:30 og 21:30, Skráningargjald er kr. 500,- Einnig er hægt að skrá í símum 692-8586 (Vigdís Tinna) og 847-0093 (Ólöf)

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Lýsismótið

Skráning á Lýsismótið verður miðvikudaginn 26. apríl kl.18-20. Mótið verður lokað samkvæmt venju, með gæðingakeppnissniði og verða ráslistar settir á vefinn.

sunnudagur, apríl 23, 2006

Þakkir

Æskulýðsnefnd vill koma á framfæri þakklæti til allra foreldra og félagsmanna sem hjálpuðu okkur við að gera heimsókn danska hópsins eins vel heppnaðan og raun bar vitni. Fólk lánaði okkur hesta og búnað, tók að sér akstur, börn í fóstur, dómstörf á vinamótinu og margt fleira. Við erum stolt af því að vera í svona góðu félagi!

Spilakvöld

Nú fer að líða að spilakvöldi Æskulýðsnefndar en það verður í félagsheimilinu fimmtudaginn 27. apríl n.k. kl. 20-22. Allir hressir krakkar eru velkomnir með uppáhaldsspilið sitt en við munum skipta upp á nokkur spilaborð eins og í fyrra. Engin aldurstakmörk gilda á spilakvöldi og vonumst við til að sjá ykkur sem flest.

Námskeiðin

Nú fer í hönd lokasprettur námskeiða og um að gera að fara að undirbúa sig fyrir knapamerkjaprófin. Sigrún reiðkennari er byrjuð að æfa verklegu prófin með nemendum og viljum við benda þátttakendum á að æfa sig sem allra mest fyrir þau en tímasetning þeirra veltur á hvenær við fáum prófdómara. Skriflegu prófin verða auglýst með góðum fyrirvara en auðvitað væri best að allir læsu fyrir prófin strax svo það lendi ekki á miðjum vorprófalestri. Reynt verður að halda bóklegu prófin á tíma sem stangast ekki á við almennt skólahald og vorprófin þar.
Keppnisnámskeiðið mun nú fara að krefjast enn meira af þátttakendum sínum og mun hverjum og einum verða hjálpað til að setja saman keppnisprógram fyrir íþrótta og gæðingamótið framundan. Gangi ykkur öllum sem best.

kveðja frá Æskulýðsnefnd

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Bóklegur tími

Bóklegur tími verður hjá öllum í Orange knapamerki,
miðvikudaginn 19.apríl kl. 16:45-18:00. Allir mæti með bækur og ritföng.

Reiðkennarar.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Tilkynning frá reiðkennurum

Allir í Orange knapamerki athugið!

Bóklegur tími hjá öllum í Orange knapamerki Miðvikudaginn 5. apríl nk. kl.16.30-18.
Nemendur hafi bækurnar og ritföng meðferðis.