Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

föstudagur, mars 30, 2007

Fundaherferð Æskulýðsnefndar LH

Í gær var síðasti fundurinn í fundaherferð Æskulýðsnefndar LH og var hann haldinn á Sörlastöðum í Hafnarfirði. Af hverju var bara 1 fulltrúi frá Andvara!
Hvar eru allir???

Reiðtúr kringum Elliðavatn á morgun

Krakkarnir ætla að hittast við félagsheimilið á laugardaginn kl. 13:30 - það væri gott að vita hversu margir eru að spá í að koma - setjið inn "comment"
Búið er að koma boðum til krakkanna í Gusti og við vonumst til að það berist hratt manna á milli MÆTUM ÖLL

fimmtudagur, mars 29, 2007

Bóklegt próf í GRÆNU knapamerki

Gert er ráð fyrir bóklegu prófi í græna knapamerkinu í vikunni eftir páska - tímasetning auglýst síðar

Breytingar á tímum hjá Sigrúnu eftir páska

Nú fer barnanámskeiðunum að ljúka. Einhverjir foreldrar voru búnir að nefna við Sigrúnu að bæta við nokkrum tímum og getur það gengið eftir. Á sama tíma færast mánudags-tímarnir til og bæta þarf við tímum í rauða knapamerkinu (3. stig).
Mánudagarnir verða eftir páska þannig:
17-18 börn
18 -19 rautt knapamerki (stig3)
19-20 5 stig
og
Miðvikudagarnir verða eftir páska þannig:
16-17 4 stig
17-18 rautt (3stig)
18-19 orange (2stig)
19-20 4 stig
Sigrún verður ekki að kenna á miðvikudaginn (4.apríl) og annan í páskum (9.apríl) en knapar eru hvattir til að nota tímann sinn í reiðhöllinni - bara að muna að ganga vel um (hreinsa skít og loka)

Mánudagurinn næsti (þ.e. 2. apríl) verður eins og venjulegur mánudagur

Tímar í grænu knapamerki eru óbreyttir og fer að líða að prófi

Reiðtúr hringinn kringum Elliðavatn á laugardag


Nokkrir krakkar í Andvara ætla að taka sig saman á laugardaginn (ef veður leyfir) og ríða saman hringinn kringum Elliðavatnið. Ætlunin er að bjóða krökkunum í Gusti að vera með þ.a. menn byrji að kynnast áður en Gustur flytur á Kjóavellina. Eins ef þið þekkið einhverja krakka í Fáki, endilega bjóðið þeim með.

Ætlunin er að hittast við félagsheimili Andvara upp úr hádegi á laugardag (tímasetning verður auglýst síðar), ríða saman gegnum Vatnsendann og í Víðidalinn og svo áfram hringinn kringum Elliðavatnið.

Það eru krakkarnir sjálfir sem standa fyrir þessari ferð (ekki æskulýðsnefndin) og spurning hvort við foreldrarnir ættum að taka okkur saman og splæsa í kók og prins handa þeim í einhverju stoppinu á leiðinni?

Krakkar hafi samband við Lýdíu (s:690-0055 ) eða Þurý (s:659-3540) fyrir nánari upplýsingar
Foreldrar sem eru til í að leggja í kók-og-prins-púkk hafi samband við Kristínu (s:694-2337)

miðvikudagur, mars 28, 2007

Dagskráin framundan

Apríl
5. apríl Skírdagsreið á vegum Ferðanefndar
7. apríl Vetrarleikar
19. apríl (sumardagurinn fyrsti) Polladagur Æskulýðsnefndar
19. apríl Firmakeppni
25. apríl Áburðar / umhverfisdagur, æskan hjálpar Umhverfis/Æsku
28. apríl Spilakvöld fyrir hressa krakka
Maí
1. maí Æskulýðsdagur Andvara

Okkur vantar áhugasama foreldra til að sjá um polladaginn

miðvikudagur, mars 21, 2007

Sameiginlegri árshátíð barna frestað

Var í sambandi við æskulýðsnefndina hjá Herði og var sagt að árshátíðinni yrði frestað um óákveðinn tíma - heyrðist að það vantaði mannskap til að hrinda þessu í framkvæmd - áhugasamir endilega hafið samband við æskulýðsnefnd Harðar

Meiri upplýsingar á morgun (vonandi)

Söfnun fyrir heimsókn Andvarakrakka til Hestaklúbbsins Skeifunnar á Fjóni í júlí



Nú hafa krakkarnir sem eru leið til Danmerkur búið til táknrænan skúlptúr til fjáröflunar fyrir ferðina. Þar sem við erum að fara að heimsækja Hestaklúbbinn SKEIFUNA á Fjóni, þótti við hæfi að útbúa listaverk úr íslensku bergi og greipa skeifu í steininn.

Krakkarnir ætla að ganga í hús á þriðjudagskvöldið næstkomandi og selja einkennismerki ferðarinnar og viljum við því biðja fólk um að hafa einhvern lausan pening í veskinu til að styrkja krakkana.

þriðjudagur, mars 20, 2007

Bóklegt í orange knapamerki á fimmtudag


Bóklegt í orange knapamerki á fimmtudag kl. 20:00 til 21:00

laugardagur, mars 17, 2007

Sameiginleg árshátið barna á SV-horninu 9-12 ára

Barna árshátíðin 9-12 ára sem haldin er sameiginlega af hestamannafélögunum á SV-horninu verður haldin í Harðarbóli í Mosfellsbæ föstudaginn 23. mars

þriðjudagur, mars 13, 2007

Til allra sem áhuga hafa á æskulýðsstarfinu

Kæri æskulýðsfulltrúi


Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga stefnir á fundarherferð um landið á næstu vikum.
Fundirnir verða opnir öllum áhugamönnum um æskulýðsstarf í hestamannafélögunum og er
það von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta. Æskulýðsnefndir félaganna eru sérstaklega hvattar til að mæta.

Fundað verður á eftirtöldum stöðum:

11. mars Egilsstaðir, kl. 13.00
15. mars Hella, kl. 20.00
17. mars Þingeyri kl. 13.00
21. mars Borgarnes kl. 20.00
24. mars Akureyri, Skeifunni kl. 12:00
25. mars Sauðárkrókur, Tjarnarbær kl 14:00
29. mars Hafnarfjörður, Sörlastaðir kl. 20:00

Vinsamlega auglýsið fundinn sem haldinn verður í ykkar landshluta á áberandi staði og hvetjið sem flesta sem málið varðar að mæta.


Með kærri kveðju,
Æskulýðsnefnd LH

Helga B. Helgadóttir
Andrea Þorvaldsdóttir
Sigríður Birgisdóttir
Sóley Margeirsdóttir
Sigurvaldi Rafn Hafsteinsson
Þorvarður Helgason

mánudagur, mars 12, 2007

Meira Æskan og hesturinn

Er ekki rétt að við förum öll að leggja höfuðið í bleyti um hvað sé hægt að gera fyrri Æskan og hesturinn á næsta ári? Það kom upp sú skemmtilega hugmynd að krakkarnir byggju sjálf til atriði og fullorðnir kæmu sem allra minnst nálægt þessu (nema að sjálfsögðu sem þjónusta á sýningunni sjálfri) - upp með hugmyndaflugið

Bóklegt í orange knapamerki


Bóklegur tími í orange knapamerkinu á laugardaginn kl. 10:30 - 12:00 í Hörðuvallaskóla

Æskan og hesturinn

Stórsýningin Æskan og hesturinn er nú afstaðin. Andvarakrakkarnir stóðu sig eins og hetjur þrátt fyrir óskemmtilegt veður (svo ekki sé notað sterkara lýsingarorð!!).

Æskulýðsnefndin vill koma á framfæri þökkum til þeirra foreldra sem hafa tekið þátt í undirbúningnum síðustu vikur og þeirra sem hreinlega stóðu á haus um helgina við að hjálpa krökkunum við að láta sýningarnar ganga snurðulaust fyrir sig. Sérstakar þakkir á þó hann Þorgeir, pabbi Lýdíu, skildar því að fyrir utan það að standa á haus með okkur um helgina sá hann okkur fyrir upphituðum vinnuskúr sem hægt var að nota sem búningsklefa og afdrep - skúrinn var að sjálfsögðu merktur Andvara í bak og fyrir og gjóuðu margir öfundaraugum að okkur í haglhretunum - "GG" og "Heimir og Þorgeir" fá okkar bestu þakkir.


Og svo má ekki gleyma Jonna og Erlu sem af mikilli óeigingirni æfðu Presley-hópinn okkar.

Þrefalt húrra fyrir okkur öllum!!!

Svo til að kóróna allt, þá voru Andvarakrakkarnir vinsælar sjónvarpsstjörnur um helgina - sýnt var frá Presley-hópnum í fréttatíma Sjónvarps á laugardag og í lok Helgarsportsins á sunnudag sáust einhverjir af pollunum okkar og fánareiðin.



föstudagur, mars 09, 2007

Æskan og hesturinn

Sýningarnar um helgina verða kl. 13:00 og 16:00 báða dagana
Fánareið sé tilbúin til að fara inn á slaginu.
Grímureiðin er næsta atriði á eftir fánareiðinni - borgar sig að vera tilbúinn þegar fánareiðin fer inn
Presley og aðdáendurnir eru næst síðasta atriði sýningarinnar

Munið eftir búningum og hjálmum og passið að skilja ekki hnakkinn og beislið eftir heima

Og umfram allt: Skemmtum okkur vel!

fimmtudagur, mars 08, 2007

Æskan og hesturinn

Munið eftir generalprufunni / forsýningunni í kvöld
- sýning hefst á slaginu kl. 19:00 á fánareið (fánareiðin mæti í félagsbúningi) - grímureiðin er strax á eftir fánareiðinni (ca 19:05) mætið í búningum

Mætið tímanlega - annars...

Andvara-atriðið sem Jonni og Erla sjá um er eftir hlé - MÆTING ekki seinna en 19:45 - mætið í búningum (muna eftir skelinni) og með hófhlífar

miðvikudagur, mars 07, 2007

Færanlegt félagsheimili á Æskan og hesturinn

Brugðist var skjótt við rútuleysinu - í ljós kom að Lýdía er langbest í blikk-blikk-deilidinni - pabbi hennar (Þorgeir) ætlar að lána okkur vinnuskúr um helgina og koma honum fyrir á planinu við reiðhöllina í Víðidalnum, þ.a. við höfum aðstöðu til að hafa með okkur heitt kakó á brúsa, setjast niður milli sýninga og skipta um föt o.þ.h.
Færanlegt félagsheimili í boði GG / Heimis og Þorgeirs

ÆSKAN OG HESTURINN

Generalprufa (forsýning) er í Víðidalnum kl. 19:00 á morgun fimmtudag

ALLIR sem ætla að taka þátt eiga að mæta í viðeigandi búningum - athugið að mæta tímanlega

Fánareiðin þarf að vera tilbúin (í félagsbúningi og komin á bak með fánann) kl. 19:00
Grímureiðin er venjulega með fyrstu dagskrárliðum - fæ nánari upplýsingar um tímasetningar dagskrár í kvöld
Gert er ráð fyrir að hver sýning taki u.þ.b. 110 mínútur

Æskan og hesturinn - aðstaða meðan á sýningu stendur

Fram að þessu höfum við getað misnotað rútuna hans Steina rafvirkja sem félagsheimili meðan á sýningum stendur - nú bregður svo við að rútan er BILUÐ !! Þá verða góð ráð dýr, jafnvel rándýr...

En við látum sko ekki slá okkur út af laginu frekar en fyrri daginn

Er einhver sem á:
1. STÓRA HESTAKERRU SEM EKKI ER VERIÐ AÐ NOTA - eða sendibíl - eða vinnuskúr á hjólum ... eða bara eitthvert farartæki sem hægt væri að nota sem aðstöðu milli sýninga ????
2. Garðhúsgögn úr plasti (borð og stóla) ????

Þá getum við auðveldlega slegið upp aðstöðu og haft með okkur kakó á brúsa

þriðjudagur, mars 06, 2007

Æskan og hesturinn

Pollarnir sem eru í grímureiðinni eiga að mæta á generalprufu í Víðidalnum á fimmtudag - allt í lagi að vera með þó ekki hafi náðst að skrá sig ennþá - foreldrar athugið að það er í lagi að teyma undir krökkunum til að vera viss um öryggi þeirra, það getur borgað sig á generalprufunni því hestarnir eiga til að fælast við klapp o.þ.h.

Æskan og hesturinn - æfingar - generalprufa

Æfing fyrir Andvaratriðið í kvöld kl. 19:20 í reiðhöllinni Víðidal

Æfing fyrir fánareið kl 20:00 í kvöld í reiðhöllinni Víðidal (Lýdía og Þuríður)

Generalprufa í reiðhöllinni í Víðidal á FIMMTUDAG kl. 19:00 - ALLIR MÆTA EINS OG UM SÝNINGU SÉ AÐ RÆÐA

Sýningar verða á laugardag og sunnudag kl. 13:00 og 16:00 báða dagana

föstudagur, mars 02, 2007

Æfingar - Æskan og hesturinn

Æfing fyrir grímureið og fánareið á sunnudag kl. 13:00 í reiðhöllinni okkar í Andvara.
Ennþá pláss í grímureiðinni fyrir þá sem ekki hafa náð að skrá sig

fimmtudagur, mars 01, 2007

FEIF Youth Camp 2007

Okkur barst eftirfarandi frá Helgu B. Helgadóttur, æskulýðsnefnd LH ( helgabjorg@simnet.is ):

Youth Camp eru æskulýðsbúðir sem æskulýðsnefnd FEIF hefur umsjón með og verður haldið í Svíþjóð dagana 13.-20. júlí n.k. FYCamp er fyrir krakka á aldrinum 12-18 ára og umsóknarfrestur er til 30. mars n.k.
Á heimasíðu alþjóðasamtaka íslenska heststins www.feif.org er lýsing á markmiðum æskulýðsstarfs FEIF.

FEIF Youth Camp 2007
Dagsetning : 13.-20. júlí 2007
Verð: 530 evrur
Hvert land hefur rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef einhver dettur út. Þema á þessum FYCamp er þekking, handavinna/föndur og íslenski hesturinn.
Skilyrði: Þátttakendur verða að vera 12 - 18 ára á árinu og verður gerð krafa um að þeir ahfi einhverja reynslu í hestamennsku og geti tjáð sig á ensku.
Staðsetning: Búðirnar eru á sveitabæ Ylvu Hagander sem heitir Fors Gard og er rétt fyrir utan Stokkhólm. Þátttakendur gista og borða í alþjóðlegum skóla rétt hjá.
Dagskrá: Í grófum dráttum er dagskráin þessi: farið verður í reiðtúr að vatni skammt frá þar sem hægt er að baða sig og borða nesti. Skoðunarferð er til Stokkhólms, Skansen verður heimsóttur og farið í Lusitano show and clinic (þar sem aðilar úr sænska landsliðinu eru félagar). Einnig verður fræðsla um gangtegundir, fóðrun og fleira. Einnig verður á dagskrá með mismunandi handavinnu/föndri tengt íslenska hestinum.
Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu LH, Engjavegi 4, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, fyrir 30. mars 2007. Á umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, í hvaða hestamannafélagi viðkomandi er og nokkrar línur um reynslu í hestamennsku.

Þegar búið verður að velja þá úr sem uppfylla skilyrðin verður dregið úr umsóknum.

Æfingar fyrir Æskan og hesturinn um helgina

Æfingar fyrir atriðið eins og um var talað á síðustu æfingu

Ætlum að reyna að hafa æfingu fyrir þá polla sem vilja og fyrir fánareiðina um helgina - á eftir að fá svar frá Hannesi hvenær reiðhöllin er laus - stefnum á seinnipart á sunnudag - fylgist með blogginu á morgun og laugardag

Kveðja - Kristín