Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

mánudagur, apríl 25, 2005

Lýsismótið - Æskulýðsdagur Andvara

Sunnudaginn 1.maí n.k. verður hinn árlegi æskulýðsdagur Andvara. Lýsi hf. er styrktaraðilinn í ár eins og í fyrra og heitir því dagurinn Lýsisdagurinn. Þá verður haldið Lýsismót fyrir félagsmenn að Andvaravöllum og hefst mótið kl. 13.00. Keppt verður í polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Í pollaflokki verður keppt á hringvelli með hefðbundnu vetrarleikasniði. Í öðrum flokkum verður keppt á beinni braut og skal hver keppandi ríða fjórar ferðir og sýna þrjár mismunandi gangtegundir (fet, tölt, brokk, stökk, skeið). Dæmt verður skv. reglum um gæðingakeppni. Kynnir mótsins verður Tómas Ragnarsson og mun hann gefa sitt álit á frammistöðu keppanda svo mótið verði skemmtilegra bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Allir þátttakendur fá þátttökuviðurkenningu og krakkalýsi en fóðurlýsi er fyrir fimm efstu sætin. Eignarbikar er fyrir fyrsta sæti í öllum flokkum. Við Reiðhöllina að móti loknu verður boðið uppá grillaðar pylsur, kaffi og gos og farið verður í leiki með börnunum. Æskulýðsnefnd Andvara hvetur félagsmenn til að taka þátt, eiga skemmtilegan dag og prófa gæðingana fyrir gæðingakeppnir sumarsins. Skráning á mótið verður í félagsheimili Andvara, fimmtudagskvöldið 28. apríl milli kl. 20.30 og 22.00, Skráningargjald er kr. 500,- Einnig er hægt að skrá í símum 6628276 (Áslaug Arna) og 6612363 (Guðlaug Jóna)
Foreldarar eru hvattir til að koma með börnum sínum og fylgjast með spennandi og hittast yfir pylsu á eftir.

föstudagur, apríl 22, 2005

Umhverfisdagur

Á þriðjudaginn, 26. apríl er umhverfisdagur Andvara. Allir hressir krakkar eru beðnir að mæta við félagsheimilið kl. 17 og hjálpa til við að bera áburð á svæðið okkar.
Umhverfisnefnd býður öllum í pizzuveislu á eftir. Krakkar takið mömmu og pabba með í að taka til og fegra svæðið okkar.

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Keppnisnámskeið-tilkynning

Bóklegur tími fellur niður á fimmtudag sem er sumardagurinn fyrsti, en í staðinn verða tveir bóklegir tímar í næstu viku á þriðjudag 26. apríl og svo á fimmtudag 28. apríl, á sama tíma kl. 18 og kl. 19. Verklegir tímar verða skv. stundaskrá sem send var út í síðustu viku annað hvort í reiðhöll eða úti á velli. Þátttakendur mæti við reiðhöll og kanni málið, Tommi verður annað hvort þar eða úti á velli.

föstudagur, apríl 15, 2005

Keppnisnámskeiðsmótið 15. apríl

Hér koma tímasetningar v/mótsins.
Allir foreldrar sem mögulega geta eru beðnir um að koma kl. 16.30 og hjálpa til við undirbúning mótsins svo mótið geti hafist stundvíslega kl. 17.00. Við reiknum með að gera hlé einhvers staðar á góðum stað og bjóða uppá pizzu.
Kl.17:00 Fjórgangur unglinga, fokeppni
Kl.17:40 Tölt unglinga, forkeppni
Kl.18:15 Fjórgangur börn, úrslit
Kl.18:45 Fjórgangur ungmenni, úrslit
Kl.19:15 Fjógangur unglinga úrslit
Kl.19:45 Fimmgangur opin flokkur, úrslit
Kl.20:15 Tölt börn, úrslit
Kl.20:30 Tölt ungmenna, úrslit
Kl.20:50 Tölt unglinga úrslit

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Reiðnámskeið / tímasetningar

Mánudagar:
kl. 17:00
Margrét Kristjánsdóttir
Ingvar Freyr Ingvarsson
kl. 17:45
Dagrún Aðalsteinsdóttir
Vigdís Tinna Jóhannsdóttir
kl. 18:30
Svala Magnúsdóttir
Erna Guðrún Björnsdóttir
kl. 19:15
Dagbjört Guðbrandsdóttir
Hulda Finnsdóttir
20:00
Gunnhildur Rán Gunnarsdóttir
Emilía Gunnarsdóttir
Guðlaug Jóna Matthíasdóttir

Miðvikudagar:
kl. 17:00
Erla Alexandra Ólafsdóttir
Steinn Haukur Hauksson
kl. 17:45
Lýdía Þorgeirsdóttir
Steinunn Elva Jónsdóttir
kl. 18:30
Andri Ingason
Marinó Ársælsson
Rebekka Guðmundsdóttir
kl. 19:15
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ólöf Þóra Jóhannesdóttir
kl. 20:00
Ásta Sigríður Harðardóttir
Svandís Bergmann
Melkorka Ragnhildardóttir

mánudagur, apríl 11, 2005

Afhending knapamerkja

Á miðvikudaginn, 13. apríl kl. 20, verður afhending knapamerkja í félagsheimili Andvara. Foreldrar eru sérstaklega boðnir velkomnir en boðið verður upp á kaffi og með því á eftir. Hlökkum til að sjá ykkur.

Afhending Andvaragalla

Þeir sem eiga pantaðan Andvaragalla hjá nefndinni geta sótt hann í félagsheimilið á miðvikudag kl. 19

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Polladagur

Polladagurinn er á laugardaginn en vegna leiðinlegrar veðurspár ætlum við að vera inni.
Allir pollar í Andvara 12 ára og yngri eru beðnir að mæta í félagsheimilið kl. 14 þar sem við förum í spil og leiki saman til kl. 17. Allir mega að taka með sér uppáhaldsspilið sitt en skipt verður í hópa eftir því hvað hver ætlar að spila og verða allir að læra á eitt nýtt spil að minnsta kosti.

Popp og kók verður í boði Vífilfells og Íslensk Ameríska.

mánudagur, apríl 04, 2005

Keppnisnámskeið æfing

Allir þátttakendur á keppnisnámskeiði eiga að mæta með hesta sína í reiðhöllina kl. 17.00 á miðvikudaginn 6. apríl. Þá verður haldin æfing fyrir æfingamótið sem haldið verður í reiðhöllinni þann 15. apríl n.k. Mikilvægt er að mæta með þá hesta sem þátttakendur ætla að keppa á (tölt, fjórgangur, fimmgangur). Tveir verða inná í einu aðrir æfa sig í dómstörfum. Þessi æfing gæti tekið um 3 klukkustundir, svo gott væri að hafa með sér nesti.