Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

föstudagur, júlí 20, 2007

Heimsókn frá Skeifunni á næsta ári

Þegar leið að lokum heimsóknar okkar til Hestamannafélagsins Skeifunnar á Fjóni buðum við þeim að koma að heimsækja okkur á næsta ári. Þegar farið var að fiska eftir tímasetningu á fyrirhugaðri heimsókn kom í ljós að stóri draumurinn hjá flestum Dönunum er að koma á Landsmót á Íslandi og að komast í hestaferð á Íslandi. Í framhaldi af því var sett fram sú hugmynd að bjóða félögum Skeifunnar að heimsækja okkur síðustu dagana á Landsmóti á Hellu næsta sumar. Fyrirkomulagið yrði eftirfarandi:
  • Í byrjun Landsmóts þyrfti einhver að taka að sér að fara austur á Hellu og taka frá pláss fyrir tjaldbúðir Andvara/Skeifunnar - við myndum gera ráð fyrir 20 manna hóp frá Danmörku
  • Danirnir kæmu til landsins á fimmtudegi eða föstudegi meðan á Landsmóti stendur
  • Farið yrði beint austur á Hellu þar sem komið yrði upp sameiginlegum tjaldbúðum
  • Andvarafélagar myndu sjá um tjöld og mat fyrir hópinn um Landsmótshelgina
  • Ef tekst að útvega nægilega marga hesta að láni væri virkilega gaman að bjóða Dönunum að koma með okkur í 2ja - 3ja daga hestaferð sem gæti þá t.d. lagt upp frá Hellu að móti loknu?
Það væri náttúrulega ofsalega gaman að geta tekið á móti Dönunum á þennan hátt og er engin spurning að það tekst með sameiginlegu átaki Andvarafélaga - ég er sannfærð um að við getum fengið að láni bæði hesta, tjöld og tjaldvagna ef við leggjumst öll á eitt

  • Nauðsynlegt er að fá "comment" á þessar pælingar til að sjá hvort það er einhver stuðningur við framkvæmdina af hálfu félagsmanna!
Kveðja,
Kristín

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim