Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

fimmtudagur, maí 31, 2007

Það vantar ritara fyrir gæðingamótið um helgina

Það sárvantar ritara fyrir gæðingamótið um helgina - þeir sem geta séð af einhverjum hluta dagsins í það verkefni hafi samband við Kristínu í æskulýðsnefndinni (s: 694-2337) eða Guðjón gjaldkera félagsins (s: 693-7305)

fimmtudagur, maí 24, 2007

Prófin í knapamerkjum

ALLRA SÍÐASTI SÉNS TIL AÐ TAKA BÓKLEGT PRÓF Í KNAPAMERKJUNUM VERÐUR ÞRIÐJUDAGINN 28. MAÍ KL. 19:30

Þeir sem enn eiga eftir að taka bóklega prófið verða að mæta til að geta útkskrifast

Keppnisnámskeið hjá Ella Sig

Síðasti séns til að skrá sig á keppnisnámskeið hjá Ella Sig er í kvöld á fundinum í félagsheimilinu
kl. 20:00 í kvöld

Raðað verður í tíma í kvöld, þeir sem ekki hafa tök á að mæta í alla 6 tímana greiða lægra gjald - farið verður yfir keppnisreglur o.fl.

Nánari upplýsingar hjá Ella Sig í síma 894 0900 og skráning á "ellisig@simnet.is"

mánudagur, maí 21, 2007

Bóklegt próf í knapamerkjum

Munið bóklega prófið í kvöld í Hörðuvallaskóla - 2. stig (þeir sem voru ekki búnir), 4. og 5. stig

Beta er búin að fara yfir prófin í græna merkinu en á eftir að ná í Reyni til að staðfesta niðurstöðurnar

Polladagurinn

Polladagurinn var haldinn með pompi og prakt á uppstigningardag og var hann jafnframt frumraun í að halda svokallaðan "Æskulýðsdag Glitnis" sem ætlunin er að verði árlegur viðburður hér eftir.

Gengið var út frá þörfum yngstu krakkanna í skemmtuninni og gert ráð fyrir þátttöku af þeirra hálfu. Sett var upp þrautabraut í reiðhöllinni þar sem keppendur þurftu að ríða svig á milli staura, fara gegnum þröng hlið, taka með sér vatnsglas milli staða, fara í pokahlaup með hestinn sinn í taumi o.fl. - þökkum við Sigrúnu Sigurðar fyrir hjálpina í þeim efnum.

Dagurinn tókst stórvel og var þó nokkur mæting á pallana til að fylgjast með. Endað var á að bjóða öllum sem vildu á hestbak og svo voru borðaðar pizzur af mikilli lyst.

Keppnisnámskeið hjá Ella Sig

Framhald verður á keppnisnámskeiðum fyrir börn, unglinga og ungmenni hjá Ella Sig fram að gæðingakeppni Andvara. Einnig gefst þeim sem eldri eru kostur á að skrá sig. Tímar verða á föstudag (í þessari viku), mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag (í næstu viku) - verð kr. 12.000

Skráning sendist á "ellisig@simnet.is" fyrir fimmtudag - nánari upplýsingar hjá Ella Sig í síma 8940900

Fundur, sem jafnframt verður bóklegur tími þar sem farið verður yfir keppnisreglur o.fl., verður á fimmtudagskvöld kl. 20:00 í félagsheimilinu

Kveðja,
Æskulýðsnefndin

fimmtudagur, maí 17, 2007

Bókleg próf í knapamerkjum

Bóklegt próf á mánudaginn, 21.maí kl. 19.30 í Hörðuvallaskóla í 4. og 5.stigi og hjá þeim eiga eftir að taka próf í 2.stigi

miðvikudagur, maí 16, 2007

POLLADAGUR Á MORGUN - þrautabraut á hestbaki

Hvetjum alla polla til að skora á einhvern fjölskyldumeðlim í þrautakeppni á hestum - hver og einn getur skorað á marga

Þeir sem eldri eru mega líka skora á hina yngri í keppnina

Þrautakeppnin hefst kl 14:00


Nú ætlum við að búa til svaka stemmningu í reiðhöllinni á morgun og sýna fólki að það er gaman að vera hestamaður - æskulýðsdagur Glitnis er á morgun og hefur hann verið auglýstur í blöðunum og Andvari er eina hestamannafélagið á höfuðborgarsvæðinu sem er með einhverja dagskrá þ.a. búast má við fjölmenni að skoða

BOÐIÐ VERÐUR UPP Á PIZZUR Í REIÐHÖLLINNI AÐ KEPPNI LOKINNI

mánudagur, maí 14, 2007

Polladagurinn - vantar aðstoð við undirbúning

Nú er bráðnauðsynlegt að fá einhverja til að hjálpa til við undirbúning á polladeginum þar sem rúmlega helmingur æskulýðsnefndarinnar verður annað hvort ekki í bænum eða ekki á landinu - hafið samband við Möggu

föstudagur, maí 11, 2007

Polladagurinn

Ætlunin er að halda polladaginn þann 17. maí n.k. (uppstigningardag) - þeir sem vettlingi geta valdið við undirbúninginn hafi samband við Kristínu eða Margréti - nánar auglýst síðar

Keppnisnámskeið hjá Ella Sig

Fundur verður í félagsheimilinu á sunnudag kl. 20:00 með þeim sem ætla að taka þátt í keppnisnámskeiðum - farið verður m.a. yfir reglur í keppni þ.a. þetta veður eins konar bóklegur tími í leiðinni og því mikilvægt að allir mæti.
Hægt verður að skrá sig á fundinum

Sameiginlegur fjölskyldureiðtúr hestamannafélaga á höfðborgarsvæðinnu

Á sunnudaginn 13. maí n.k. ætlum við upp að Hjallaflötum neðan við Gjábakkarétt. Þar munum við fá okkur hressingu og pizzu á hóflegu verði. Hittumst, förum í leiki og eigum góðan dag saman. Stefnum á að hittast kl. 14:00 á Hjallaflötum.

Æskulýðsnefndir Gusts, Fáks, Sörla, Andvara, Harðar ogSóta.

sunnudagur, maí 06, 2007

Keppnisnámskeið hjá Ella Sig

Elli Sig verður með keppnisnámskeið fyrir þau börn, unglinga og ungmenni sem hafa hug á að taka þátt í íþróttakeppni Andvara í vor og hefjast þau nú í vikunni - framhald verður fyrir þá sem stefna á gæðinamótið líka.

Verðið verður innan skynsamlegra marka en miðast við fjölda tíma og þátttakenda.

Upplýsingar og skráning hjá Ella Sig í síma 894-0900 eða "ellisig@simnet.is"
Einnig möguleiki á einkatímum fyrir keppendur í öðrum flokkum.

Kveðja,
Æskulýðsnefndin

miðvikudagur, maí 02, 2007

Hver týndi símanum sínum á Lýsisleikunum?

Það fannst sími í reiðhöllinni í gær þegar var verið að taka til eftir grillveisluna - Lárus er með símann (númerið hans er hér til hliðar)

þriðjudagur, maí 01, 2007

Lýsisleikarnir - úrslit

Pollaflokkur 1 og 2 - ekki reyndist unnt að velja milli keppenda og ákveðið var að allir lentu í 1. sæti og fengu því allir "gullpening" og krakkalýsi til að verða stór og sterk. Í öðrum flokkum fengu allir þátttökuverðlaun, efstu 5 sætin fengu pening og fóðurlýsi og efsta sætið fékk að auki lítinn bikar

Pollar 1
Bryndís Bergmann Oddsdóttir og Tignar-Rauður
Helga Kristín Sigurðardóttir og Erill
Sólon Daði Róbertsson og Yrja
Sylvía Sara Ólafsdóttir og Hekla
Þórunn Harpa Garðarsdóttir og Þjótandi

Pollar 2
Aðalheiður Jóna Magnúsdóttir og Húsentínus
Anna Diljá Jónsdóttir og Ösp
Birta Ingvadóttir og Prófessor Texti
Bríet Guðmundsdóttir og Óþyrmur
Kolbrún Sóley Magnúsdóttir og Mjóblesi
Óli Kristjánsson og Starri
Sóley Róbertsdóttir og Yrja
Viktor Guðmundsson og Mósa

Barnaflokkur
Birna Ósk Ólafsdóttir og Vísir - 8,26
Arnar Heimir Lárusson og Kolskör - 8,00
Magnea Rún Gunnarsdóttir og Óli - 7,74
Haukur Ingvi Jónasson og Glæsir - 7,63
Þuríður Lilja Valtýsdóttir og Eldur - 7,25

Unglingaflokkur
Ólöf Þóra Jóhannesdóttir og Kiljan - 8,29
Guðlaug Jóna Matthíasdóttir og Loftur - 8,27
Gunnhildur Rán Gunnarsdóttir og Baldur - 8,21
Ellen María Gunnarsdóttir og Atli - 8,02
Karen Sigfúsdóttir og Glymur - 8,01

Ungmennaflokkur
Hulda Finnsdóttir og Glóð - 8,30
Þórir Hannesson og Byr - 8,27
Ívar Hákonarson og Kviku-Skjóni - 8,25
Guðmundur M. Skúlason og Skúta - 8,14
Viggó Sigurðsson og Hugi - 8,13

Að keppni lokinni var haldin heilmikil grillveisla í reiðhöllinni og voru borðaðar u.þ.b. 250 pulsur af góðri lyst og verðlaunahafar fóru heim með lýsi