Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Lærðu að standa upp og tjá þig!

Námskeið á vegum UMFÍ verður haldið í þjónustumiðstöðinni 8. mars kl. 17:30 að Fellsmúla 26, Reykjavík
Á námskeiðinu er hæfni þátttakenda til að taka til máls og tjá sig frammi fyrir hópi fólks efld.
Farið í margs konar form á ræðum, framsögn og æfingum í framkomu

Námskeiðsgjald er kr. 1.000

Reiðtúr fellur niður

vegna knapamerkjakennslu, sjáumst næsta sunnudag kl. 13 við félagsheimilið.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Keppnisjakkar til sölu

Til sölu tveir Andvara keppnisjakkar, annar eldri barnaflokksjakki og hinn ársgamall ( unglingastærð- kvennmanssnið) , báðir eru með ásaumuðu Andvaramerki og einnig tvö græn bindi. Verðhugmynd kr. 3500 fyrir þann eldri en 9500 fyrir þann nýja og kr. 500 fyrir hvort bindi. Upplýsingar hjá Áslaugu í síma 6628276.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Veikindi áfram

Reiðtímar hjá Sölva falla niður í dag 23. febrúar vegna veikinda, notið endilega tímann til að æfa ykkur í stóra gerðinu og undirbúa næsta tíma.

Bóklegir tímar í knapamerkjanámskeiðum

Bóklegir tímar í Knapamerkjanámskeiðunum verða í félagsheimilinu sunnudaginn 26. febrúar 2006 eins og hér segir:

Grænt knapamerki, allir nemendur frá kl : 12-13
Ornage knapamerki, allir nemendur frá kl. 13-14

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Veikindi

Tímar hjá Sölva féllu niður í dag 22. febrúar vegna veikinda. Læt vita á morgun hvort tímar falla niður þá með því að setja tilkynningu hér og að auki verða send sms skilaboð til þeirra sem eiga tíma.

mánudagur, febrúar 20, 2006

Reiðtúrar á sunnudögum

Nú þegar veðrið er svona gott þá förum við að taka upp sunnudagsreiðtúra fyrir alla krakka í Andvara og alla fullorðna sem vilja koma með. Þeir verða stuttir & langir eftir veðri hvert sinn og eru allar tillögur um leiðir vel þegnar. Við stefnum á að leggja af stað frá félagsheimilinu kl. 13 næsta sunnudag og alla sunnudaga sem við komum því við fram á sumar.

Árshátíð unglinga

ANDVARI – FÁKUR – GUSTUR – HÖRÐUR – MÁNI – SÓTI - SÖRLI
Árshátíðin verður haldin í Fáksheimilinu föstud. 24. febrúar.
Húsið opnar kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 20.00. Diskótekið Dísa heldur uppi stuðinu til kl. 24.00.

Hægt er að panta miða hjá Lovísu s. 844-4803 & Brynju 6601810

Greiða þarf frátekna miða í síðasti lagi miðvikudaginn 22. febrúar.
Miðaverð kr. 1.500,-. Aldurstakmark 13 ára (f. 1992).

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Munið búningakvöld fyrir 12 ára og yngri

Hittumst kát í félagsheimilinu fimmtudaginn 16. febrúar kl. 17.30 til 19.30 skemmtum okkur og borðum pizzu saman.
Komið endilega með spil eða skemmtilega hugmynd að leik, sprelli bara hvað sem er.

Kveðja frá Æskulíðsnefndinni

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Námskeið

Vegna mikillar þátttöku á reiðnámsskeiðum og fyrirspurna frá þeim sem ekki komust að stefnum við á að halda tvö námskeið í viðbót. Eitt fyrir yngri en 12 ára og grænt knapamerkjanámskeið fyrir 12 ára og eldri. Þetta er háð því að við fáum næga þátttöku en þessi námskeið myndu hefjast í mars, nánari tímasetningar eru ekki klárar.
Vinsamlegast sendið upplýsingar um barn(Nafn, aldur, heimili, nafn foreldris/forráðamanns, sími, netfang) á rabbih@isholf.is (gsm. 897-1299)

Pizzakvöld unglinga

Munið eftir að mæta á pizzakvöld unglinga(13 ára og eldri) á föstudagskvöld kl. 20-22 í félagsheimilinu. Við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt saman og borða pizzur.