Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Æskan og hesturinn æfingar

Æfing stuðmannaatriðis verður næsta fimmtudagskvöld 24. febrúar kl. 21 og æfing vegna litareiðar á föstudag kl. 18

mánudagur, febrúar 21, 2005

Reiðtúrinn í Gust

Ekki er hægt að segja að mæting hafi verið góð í fjölskyldureiðtúrinn á laugardaginn en vel var tekið á móti hópnum í Gusti og veðrið var eins og best verður á kosið.
Ætlunin er að fara í fleiri slíka í vetur og vor, t.d. verða sameiginlegir reiðtúrar eftir keppnir og ætlast til að allir komi með, bæði þeir sem voru að keppa og aðrir hressir krakkar og unglingar.

Árshátíð unglinga

verður haldin föstudaginn 25.febrúar n.k. í félagsheimili Fáks.

Húsið opnar kl. 19:30 og kostar miðinn kr. 1.500,-
Miðað er við fermingaralur þ.e. þeir sem verða 14 ára á árinu og uppúr.
Miðar á árshátíðina verða seldir í forsölu í félagsheimli Andvara miðvikudags- og fimmtudagskvöld milli 19:00 – 20:00.
Þeir sem ekki komast á þessum tímum geta sent póst á lovisa_28@hotmail.com.
Frekari upplýsingar: 661 0674

föstudagur, febrúar 18, 2005

Netföng

Sæl öll, athugið að borið hefur á því að netföng virki ekki. Sendið okkur línu á sirry@isb.is með upplýsingum um nafn og netfang(líka upplýsingar um reiðnámskeið eða annað sem þið eruð í) ef þið viljið fá póst um það sem er að gerast hjá æskulýðsnefnd.

Æfing vegna litareiðar

Æfing verður í reiðhöllinni í kvöld vegna litareiðar kl. 18. Afsakið hve seint þetta er auglýst en við reynum að festa þessa tíma fljótlega.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Fjölskyldureiðtúr á laugardag

Æskulýðsnefnd efnir til fjölskyldureiðtúrs á laugardag ef veður leyfir. Lagt verður af stað frá félagsheimilinu kl. 13:30 en stefnt er að því ríða "upp í Gust" og erum að vinna í að fá Gustara til að hafa opna kaffisöluna hjá sér á þessum tíma. Allir velkomnir með.

Tvö sæti laus á keppnisnámskeið í barnaflokki

Það eru tvö sæti laus á keppnisnámskeiðið sem byrjar í mars hjá Tómasi Ragnarssyni fyrir börn fædd 1992 og síðar. Hér er gott tækifæri til að fá góða þjálfun fyrir keppnir sumarsins. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Sigurbjörn í síma 6904070. Fyrstir koma fyrstir fá.

Fundur vegna keppnisnámskeiðs

Mánudaginn 21. febrúar n.k., kl. 21.00 verður haldinn fundur í félagsheimilinu með þátttakendum á keppnisnámskeiðinu og foreldrum eða forráðamönnum þeirra. Tómas Ragnarsson kemur á fundinn og ræðir tilhögun námskeiðsins, þátttakendum verður skipt niður í hópa og tímar fyrir verklega og bóklega kennslu ákveðnir auk annarra tímsetninga svo sem vegna æfingamóts.
Mjög mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum.

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Búninga-partý fyrir 11 ára og yngri

Verður í félagsheimili Andvara fimmtudaginn 17 febrúar frá kl. 18.00-20.00. Við ætlum að fara í leiki saman og borða pizzur. Allir að mæta í góða skapinu.
Partýkveðja,
æskulýðsnefnd Andvara

föstudagur, febrúar 11, 2005

Skemmtilegir og skrítnir hestar

Kíkið á þessa síðu, video af hesti í bílferð ofl.
http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1256

Fengum þennan hlekk sendan frá Dagnýju.

Æfing á laugardag í reiðhöllinni okkar

Æfing vegna "Æskan og hesturinn" fyrir þá sem verða í litasýningu Andvara verður haldin kl. 11 á laugardag(á morgun). Mætið tímanlega.

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Æfing í kvöld í reiðhöllinni

Þeir sem taka þátt í sýningaratriði Andvara á "Æskan og hesturinn" þurfa að mæta á æfingu í kvöld, 10. febrúar kl. 21. Pizzakvöldi verður frestað fram á föstudag vegna þess, sjá hér fyrir neðan.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Pizzakvöld unglinga

Pizzakvöld unglinga verður frestað til 11. febrúar vegna æfingar í reiðhöllinni hjá sýningahópi Andvara í "Æskan og hesturinn" sem verður kl. 21 fimmtudaginn 10. febrúar. Pizzakvöldið verður frá kl.20-22 (gæti dregist ef fjörið verður mikið) í félagsheimilinu. Skemmtileg dagskrá verður í gangi og svo borðum við pizzur á eftir. Allir unglingar á aldrinum 12-20 ára og eru í Andvara/Heimsenda eru velkomnir. Skilyrði að vera í góðu skapi. Mætum öll og kynnumst hvert öðru.
Athugið að þetta verður í boði nefndarinnar, kostar ekki neitt!

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Námsgögn vegna knapamerkja

Allir sem eiga eftir að kaupa sér námsgögn vegna knapamerkjanámskeiðs geta fengið þau afhent gegn 1000 kr. gjaldi á morgun miðvikudagskvöld milli kl. 18:30 og 20.
Vinsamlegast notið þetta tækifæri svo ekki þurfi að hafa fleiri slíka afhendingartíma (voru 2svar í síðustu viku.).

sunnudagur, febrúar 06, 2005


Magga og Leiknir á fullri ferð á Þorrablótsleikunum en þau sigruðu í flokki ungmenna. Glæsilegt par! Posted by Hello

Þakkir


Duglegur hópur vann við kaffihlaðborðið á laugardag. Posted by Hello

Æskulýðsnefnd þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn til að kaffihlaðborðið heppnaðist á laugardag. Takk fyrir stuðninginn Andvarafélagar og gestir.

Pizzakvöld unglinga

Jæja nú fer að styttast í pizzakvöld unglinga en það verður á fimmtudagskvöld, 10. febrúar.
Við stefnum á spennandi kvöld og erum að vinna í dagskrá kvöldsins, hver fílar ekki pizzur?

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Æskulýðsnefnd 2005

Formaður : Sigríður Björgvinsdóttir s. 8448000 : sirry@isb.is
Sigurbjörn Magnússon s. 6904070 : sm@legal.is
Brynja Viðarsdóttir s. 6601810 : info@hestarogmenn.is
Ólafur Árnason s. 6954000 : olafur@lucina.is
Ragnhildur Helgadóttir s.6955004 : raggah@itr.is
Jónas Már Gunnarsson s. 6955004 : jonas@fjarhitun.is
Helga Barðadóttir s. 6952905 : hbba@strik.is
Sigurey Agatha Ólafsdóttir 5874547 : mir@simnet.is
Lovísa Júlíusdóttir 6610674 : lovisa_28@hotmail.com
Sigurvaldi Rafn Hafsteinsson 8971299 : rabbih@isholf.is

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Námsgögnin

Þeir sem ekki gátu sótt námsgögn vegna knapamerkjanámskeiðanna í dag geta nálgast þau á morgun, miðvikudag, milli kl. 18 og 19 í félagsheimilinu. Ekki verður um fleiri formlega afhendingartíma að ræða og því eru allir hvattir til að sækja sín gögn á ofangreindum tíma.

Kaffisala á laugardag

Halló foreldrar og unglingar.
Á laugardaginn verða Þorrablótsleikarnir og verður æskulýðsnefndin með kaffisölu í félagsheimilinu milli kl. 14 og 17 til fjáröflunar. Nú ríður á að foreldrar styrki okkur með því að leggja til bakkelsi á hlaðborðið. Vinsamlegast sendið póst á sirry@isb.is með upplýsingum um ykkar framlag á hlaðborðið(tegund bakkelsis).

Þau ungmenni sem geta hjálpað til við afgreiðslu ofl. þennan dag eru beðin að senda póst á sama netfang með nafni og síma.

Keppnisreglur breyttar

Á síðasta LH þingi voru gerðar tímamótabreytingar á keppnishaldi okkar hestamanna. Samþykktar voru svokallaðar FIPO reglur sem hafa í för með sér miklar breytingar er varða keppnishald á íþróttamótum. Hægt er að kynna sér breytingarnar á vef landssambands hestamanna www.lhhestar.is
Breytingar á aldursflokka skiptingu var einnig gerð, nú er hver flokkur 4 ár. Barnaflokkur er óbreyttur, unglingaflokkur er 14 -17 ára aldur og ungmennaflokkur er 18 - 21 árs. Það hafa verið deildar meiningar meðal krakkanna um það hvar þessi nyju aldursmörk liggja en svona er þetta