Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Æskulýðsnefndin næsta vetur

Hæ öll,

nú þarf að fara að huga að æskulýðsstarfinu í vetur.
Þannig er mál með vexti að ég er að flytja út á land (nánar tiltekið í Stóra-Rimakot í Þykkvabæ, þangað sem þið verðið velkomin í kaffi) á næstu dögum og það skilur æskulýðsnefndina eftir formannslausa!

Endilega spyrjið alla sem á vegi ykkar verða hvort þeir séu til í að taka þátt í æskulýðsstarfinu í vetur og halda því áfram öflugu.

Það er ýmislegt sem þarf að gera og skipuleggja:
- Knapamerkjanámskeiðin
- Pollanámskeiðin
- Keppnisnámskeið
- Æskan og hesturinn
- Lýsisleikar
- Polladagur (æskulýðsdagur Glitnis verður væntanlega haldinn aftur næsta vor)
- Undirbúningur fyrir landsmót
- Taka á móti danska hópnum í tengslum við landsmót

Vonandi finnst einhver öflug(ur) til að keyra starfið áfram - en eitt er víst að þetta hefði gengið mun verr s.l. vetur ef ekki hefði verið fyrir mikla þátttöku krakkanna sjálfra og skora ég því á ykkur krakkana að skrá ykkur í æskulýðsnefndina og taka áfram þátt í starfinu. Takk fyrir frábært starfsár.


Kveðja,
Kristín

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim