Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

mánudagur, janúar 23, 2006

Sveitaball í Félagsheimilinu

Á laugardaginn, 28. janúar verður haldið sveitaball í félagsheimili Andvara til styrktar æskulýðsnefnd með eftirfarandi dagskrá:

1. Húsið opnar kl. 22 með kórsöng Brokk-kórsins
2. Tveir ungir trúbatúrar úr Gusti taka nokkur lög
3. Hljómsveitin Signia leikur fyrir dansi til kl. 3.

Þema kvöldsins er sveitaball og mæta allir í sínum sveitagalla og skemmta sér ærlega eins og hestamanna er siður. Aðgangseyrir er 500 kr. sem rennur óskiptur til æskulýðsnefndar en allir gefa vinnu sína þetta kvöld. Aldurstakmark 20 ár.

Andvaragallar

Hægt er að panta Henson íþróttagalla í Andvaralitum, með merki félagsins og "Andvari" á bakinu. Senda þarf email til rabbih@isholf.is og tiltaka stærð og fjölda galla auk upplýsinga um þann sem pantar þ.e. nafn og síma. Gallinn er á sama verði og í fyrra 7.500 kr. , stakar buxur kr. 3,000 og stakar treyjur kr. 5.500.
Pöntun verður tilbúin í síðasta lagi í maí, athugið að greiða þarf staðfestingargjald.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Æskan og hesturinn

Úrtaka í atriði Andvara á æskan og hesturinn verður á sunnudaginn kl. 13, Halla María Þórðardóttir mun sjá um þjálfun hópsins og útfærslu atriðis.

Sjá nánar á Andvarasíðunni, www.andvari.is

mánudagur, janúar 16, 2006

Hestamannakór

Hinn spræki hestamannakór, Brokk-kórinn er að fara á stjá eftir jólafrí og hvetjur alla söngglaða hestamenn til að slást í hópinn.
Bassaskortur er nokkur hjá okkur en allar raddir eru velkomnar. Ekki er krafist þekkingar í nótnalestri(kemur með þjálfun) heldur þarf að hafa gaman af að syngja í góðum hópi.
Kórinn stefnir á frægð og frama svo nú er tækifærið að slá í gegn :o)
Hægt er að skrá sig í síma 844-4803 eða bara mæta á æfingu næsta miðvikudagskvöld kl. 20 í Hofstaðaskóla í Garðabæ.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Námskeið hafin

Sæl öll og gleðilegt nýtt hestaár.
Nú eru námskeið hafin og þrátt fyrir mikla skráningu tókst að finna pláss fyrir alla. Tímasetningar fóru úr skorðum vegna þessa og þurftum við því að útvega fleiri tíma í reiðhöllinni. Nokkrir góðir félagsmenn viku úr sínum tímum fyrir okkur og kunnum við þeim þakkir fyrir. Foreldrar geta skipst á tímum innbyrðis í samráði við reiðkennara.

Gjöldin í ár hafa verið gagnrýnd og langar mig að koma eftirfarandi á framfæri. Garðabær styrkir félagið árlega og er sá styrkur allur notaður til að greiða niður námskeið á vegum æskulýðsnefndar. Félagið greiðir svo það sem upp á vantar en í ár er gert ráð fyrir hærri styrk en í fyrra þó það sé ekki í hendi.
Ef þessi styrkur og aðkoma félagsins að niðurgreiðslum kæmi ekki til myndu námskeiðin kosta frá 17.000-33000 kr.
Athugið að hvatapeningar frá Garðabæ(sjá neðar á síðunni) eru óháðir ofangreindu.

Kveðja,
formaður æskulýðsnefndar.