Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

mánudagur, apríl 30, 2007

Lýsismótið - ráslistar

Pollaflokkur 1
Bríet Guðmundsdóttir og Óþyrmur - 7 v rauður
Bryndís Bergmann Oddsdóttir og Tignar-Rauður frá Hvammi - 15 v rauður
Helga Kristín Sigurðardóttir og Röndólfur frá Hnaukum - 23 v jarpur
Sólon Daði Róbertsson og Yrja frá Reykjavík - 8 v jörp
Sylvía Sara Ólafdóttir og Hekla frá Bakka - 6 v rauðblesótt
Viktor Guðmundsson og Mósa - 7 v mósótt
Þórunn Harpa Garðarsdóttir og Þjótandi - 21 v rauður

Pollaflokkur 2
Aðalheiður Jóna Magnúsdóttir og Húsentínus - 9 v jarp-vindóttur
Anna Diljá Jónsdóttir og Ösp frá Staðarbakka - 8 v brún
Birta Ingvadótir og Prófessor Texti frá Miðdal - 13 v jarpur
Dýrmundur Ragnhildarson og Ormur frá Götu - 14 v leirljós
Íris Embla Jónsdóttir og Röðull frá Miðhjáleigu - 12 v rauður
Kolbrún Sóley Magnúsdóttir og Mjóblesi frá Fornusöndum - 11 v rauð-blesóttur
Óli Kristjánsson og Starri frá Hárlaugsstöðum - 7 v rauður
Sóley Róbertsdóttir og Yrja frá Reykjavík - 8 v jörp

Barnaflokkur
1. Arnar Heimir Lárusson og Kolskör frá Enni - 8 v brún
2. Birna Ósk Ólafsdóttir og Vísir frá Efri-Hömrum - 10 v rauður
3. Erla Alexandra Ólafsdóttir og Börkur frá Bakkakoti - 8 v jarpur
4. Haukur Ingvi Jónasson og Glæsir frá Götu - 12 v bleikur
5. Steinunn Elva Jónsdóttir og Pendúll frá Sperðli - 7 v rauð-tvístjörnóttur
6. Magnea Rún Gunnarsdóttir og Thule frá Efra-Núpi - 13 v móálóttur
7. Þuríður Lilja Valtýsdóttir og Eldur frá Glæsibæ - 9 v rauður

Unglingaflokkur
1. Gunnhildur Rán Gunnarsdóttir og Baldur frá Holtsmúla - 13 v rauðstjörnóttur
2. Guðlaug Jóna Matthíasdóttir og Loftur frá Tungu - 8 v brúnn
3. Ólöf Þóra Jóhannesdóttir og Kiljan frá Skíðbakka - 10 v rauð-tvístjörnóttur
4. Karen Sigfúsdóttir og Feykir frá Neistastöðum - 8 v rauð-blesóttur
5. Lárus Sindri Lárusson og Kiljan frá Tjarnarlandi - 8 v rauður
6. Ellen María Gunnarsdóttir og Atli frá Meðalfelli - 10 v brúnn
7. Andri Ingason og Silja frá Hábæ - 8 v jörp
8. Birna Kristín Hilmarsdóttir
9. Vilborg Inga Magnúsdóttir og Fluga frá Fornusöndum - 7 v jörp
10. Hákon Logi Herleifsson og Þokki frá Árbæjarhelli - 9 v rauð-stjörnóttur
11. Gunnhildur Rán Gunnarsdóttir og Árvakur frá Bjóluhjáleigu - 13 v brúnn
12. Guðlaug Jóna Matthíasdóttir og Mylla frá Flögu - 10 v rauð
13. Ólöf Þóra Jóhannesdóttir og Skuggi frá Litlu-Sandvík - 9 v brúnn
14. Karen Sigfúsdóttir og Glymur frá Galtarstöðum - 7 v rauður

Ungmennaflokkur
1. Hulda Finnsdóttir og Glóð frá Efstu-Grund - 7 v rauð
2. Erna Guðrún Björnsdóttir og Gneisti frá Auðsholtshjáleigu - 5 v brúnn
3. Viggó Sigurðsson og Hugi frá Hafnarfirði - 9 v grár
4. Erla Magnúsdóttir og Karíus frá Feti - 7 v brúnn
5. Halla María Þórðardóttir og Straumur frá Ýrufossi - 8 v móbrúnn
6. Þórir Hannesson og Byr frá Eyvindarhólum - 12 v steingrár








































laugardagur, apríl 28, 2007

Skráning á Lýsisleikana

Skráning á Lýsisleikana á morgun, sunnudag, á milli 12:00 og 13:00 í félagsheimili Andvara.

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Umhverfisdagurinn er í dag

Munið umhverfisdaginn í dag - leggjumst öll á eitt um að hafa hverfin okkar snyrtileg

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Bóklegt próf 2. stig knapamerki


Bóklegt próf verður haldið í 2. stigi knapamerkja á miðvikudaginn kemur 2. maí kl. 19:30

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Lýsisleikarnir 1. maí - Æskulýðsdagur Andvara og Lýsis hf.

Lýsisleikarnir verða 1. maí eins og vant er.

Skráning verður á sunnudag kl. 12-13 í félagsheimilinu - skráningargjald 500 kr - um er að ræða lokað mót fyrir krakka í Andvara

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

200 m völlurinn:
Pollaflokkur 1 – minna vanir
Pollaflokkur 2 – meira vanir

300 m völlurinn:
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur

Mótið hefst kl. 13:00 þriðjudaginn 1. maí

Fyrirkomulag verður eftirfarandi:
Keppt verður á gamla hringvellinum -

- í pollaflokki 1 (minna vanir) verða allir keppendur inni á vellinum í einu og aðstoðarmaður með knapa ef vill (þ.e. teyma má undir), riðnir verða 1 - 2 hringir og allir fá þátttökuverðlaun

- í pollaflokki 2 (meira vanir) verða allir keppendur inni á vellinum í einu (ekki má teyma undir) og riðnir verða 2 hringir á kjörgangi hvers hests, allir fá þátttökuverðlaun

- í öðrum flokkum hefur hver keppandi 2 hringi til að sýna 3 gangtegundir, raðað verður í sæti

Endað verður á grillveislu í reiðhöllinni – okkur vantar því öflugan grillmeistara og grill

Einnig vantar starfsmenn fyrir mótið:
Ritara
Þul
Hliðvörð

Bingó - bingó - "spilakvöld"

Bingóinu sem vera átti sunnudaginn 6. maí verður frestað því það uppgötvaðist að það eru svo margir í samræmdum prófum á þessum tíma. Nánar auglýst síðar

Umhverfisdagur

Fimmtudaginn 26. apríl, verður hinn árlegi umhverfisdagur haldinn beggja vegna Kjóavallanna kl. 17:00-19:30
Taktu virkan þátt í þessum degi með okkur. Það er allra hagur að hverfið okkar sé snyrtilegt og vel til haft.
Mæting er kl. 17.00 í félagsheimilinu þar sem verkefnum verður útdeilt. Ruslagámar verða staðsettir í báðum hverfum þennan dag. Gangið tryggilega frá rusli svo það geti ekki fokið út í veður og vind.

Eftir vel unnin störf, um kl. 19.30, verður þátttakendum boðið til pizzuveislu í félagsheimilinu.

Umhverfisnefndin

föstudagur, apríl 20, 2007

Danmerkurferðin

Nú eru sko hlutirnir aldeilis að gerast - tvær hugmyndir hafa slegið í gegn:
Jóna og Sigurey stóðu fyrir massívum kleinubakstri sem mæltist vel fyrir og verður haldið áfram. Ætlunin er að steikja kleinur í miklu magni og bæta við heimbökuðum kanelsnúðum og muffins sem verður vonandi gengið í hús með á sunnudag.
Inga Lára fékk leyfi hjá ÍTR að við yrðum með hesta til að teyma undir litlum krökkum á sumardaginn fyrsta bæði við Ársel og Ingunnarskóla og gekk það aldeilis bærilega því gengnir voru 182 hringir með krakka.
Við erum þar að auki búin að fara með u.þ.b. 8.000 flöskur í Endurvinnsluna.

En betur má ef duga skal því heildarkostnaður við ferðina er allnokkur fyrir 20 manna hóp.

Dagskráin hjá okkur verður þannig:
Laugardag 30. júní: Hver og einn sér um að koma sér í Leifsstöð og flogið til Danmerkur (flogið verður til Billund með Iceland Express). Danirnir taka á móti okkur og við komum okkur fyrir í einhverri gistiaðstöðu sem þau útvega.
Sunnudag 1. júlí: Farið á bak stórum hestum og prófað. Farið til Davinde, tjaldað og komið sér fyrir – kvöldvaka
Mánudag 2. júlí – fimmtudag 5. júlí: Námskeið, reiðtúrar og vinaleikar í Davinde
Föstudag 6. júlí: Farið í Lególand – mögulegt að fara til Odense í verslunarferð
Laugardag 7. júlí: Farið til Kaupmannahafnar – “skoðunarferð” á Strikið og í Tívolí. Gist á “dormitory” á Hótel Jörgensen sem er staðsett á Israel Plads nærri miðbænum (http://www.hoteljoergensen.dk/)
Sunnudag 8. júlí: HEIM

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Spilakvöld

Spilakvöldið sem vera átti 28. apríl veður flutt til sunnudagsins 6. maí.

Þá verður stór-bingó á vegum æskulýðsnefndarinnar til fjáröflunar fyrir Danmerkurfara. Drögum foreldrana með...

Firmakeppnin

Firmakeppnin er á morgun - sumardaginn fyrsta - gleðilegt sumar

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Prófið í græna knapamerkinu


Aftur þarf að fresta bóklega prófinu í græna knapamerkinu - það verður haldið annað kvöld (miðvikudag) kl 19:30 - 20:30 í Hörðuvallaskólanum

laugardagur, apríl 14, 2007

Opna ÁG mótið í Reiðhöll Gusts á sumardaginn fyrsta

Hið árlega opna ÁG æskulýðsmót í tölti fer fram að venju á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl nk. í reiðhöll Gusts í Glaðheimum. Keppt er í hefðbundinni töltkeppni í barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Gusts "http://www.gustarar.is/index.php?option=content&task=view&id=433&Itemid="

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Líflandsmót Fáks

Hafin er skráning á Líflandsmót Æskulýðsnefndar Fáks á heimasíðu Líflands "http://www.lifland.is/" og verður hægt að skrá þar fram til sunnudagsins 15. apríl. Einnig verður skráning í Félagsheimili Fáks sunnudaginn 15. apríl milli kl. 16:00 og18:00 eða í síma 5672166 á sama tíma.

Uppbygging keppnishesta - fyrirlestur í félagsheimilinu

Laugardagsmorgun þann 14 apríl kl.10 til 12 mun Þórarinn Eymundsson halda fyrirlestur í félagsheimili Andvara
Fyrirlesturinn mun fjalla um þjálfun og uppbyggingu keppnishestsins.

Forsendur réttrar þjálfunar er skilningur á líkamsvirkni hestsins. Fjallað verður um líkamsgerð hesta og hvernig sú þekking nýtist við uppbyggingu. Hvaða atriði þarf að hafa í huga til að stuðla að réttri líkamsbeitingu hesta og hvers vegna rétt líkamsbeiting er mikilvæg.

Fróðlegur fyrirlestur og vonumst við til þess að félagsmenn og aðrir fjölmenni.

Kveðja
Fræðslunefndin.

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Bóklega prófið í græna knapamerkinu


Af óviðráðanlegum orsökum þarf Beta að fresta bóklega prófinu í græna knapamerkinu fram á næsta þriðjudag.

laugardagur, apríl 07, 2007

Grænt knapamerki - annað námskeið?

Er búin að nefna við Reyni að hafa annað námskeið í grænu knapamerki - það yrði þá að keyra það svolítið stíft og hafa 2 tíma í viku til að það náist fyrir sumarið - er reyndar ekki búin að fá svar um hvort hann getur kennt, en vantar viðbrögð við því hversu margir hefðu hug á að fara á grænt knapamerki núna...

Polladagurinn vs. Æskulýðsdagur Glitnis

Landssamband hestamannafélaga hefur gert samstarfssamning við Glitni. Inni í þeim pakka er fyrirhugað að halda Æskulýðsdag Glitnis hátíðlegan um allt land þann 17. maí n.k. eins og fram kom á fundi Æskulýðsnefndar LH í Hafnarfirðinum um daginn.

Í framhaldi af þessu hefur stjórn Æskulýðsnefndar Andvara ákveðið að fresta polladeginum fram til 17. maí og halda hann á sama tíma og önnur hestamannafélög á landinu.
Þá langar okkur til að setja upp smá sýningu í reiðhöllinni til að sýna hvað krakkarnir okkar hafa verið að gera á námskeiðunum í vetur.

Upplýsingar um samstarf LH og Glitnis er að finna á slóðinni:
http://lhhestar.is/news.asp?id=390&type=old&year=2006&month=12

Græna knapamerkið


Verklega prófið í græna knapamerkinu var s.l. miðvikudag. Reynir var mjög ánægður með frammistöðu sinna nemenda, líka full ástæða til þar sem einkunnirnar lágu á bilinu 8,5 - 9,4 - allir náðu verklega hlutanum með glans og eru nú á kafi í að lesa fyrir bóklega prófið sem verður á fimmtudaginn eftir páska.

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Polladagurinn

Okkur vantar sjálfboðaliða til að hjálpa til við polladaginn sem veður 19. apríl n.k. - sumardaginn fyrsta. Sama dag er firmakeppni í gangi og því kjörið að gera eitthvað skemmtilegt með yngstu krökkunum og öllum þeim sem vilja ganga í barndóm. Hafið samband!!!

Fundur verður í æskulýðsnefndinni að Dreyravöllum 3 (miðjunni) annað kvöld (miðvikudag) kl. 19:30 - alltaf pláss fyrir fleiri

Próf í grænu knapamerki



Verklegt próf verður í grænu knapamerki á morgun, miðvikudag 4. apríl
Bóklegt próf verður fimmtudaginn 12. apríl kl. 19:30-20:30 í Hörðuvallaskóla