Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

mánudagur, febrúar 26, 2007

Bóklegt í orange merki


Bóklegur tími í orange merkinu á laugardaginn kl. 10:30 - 12:00 í Hörðuvallaskóla við Baugakór

laugardagur, febrúar 24, 2007

Æfingar - Æskan og hesturinn


Munið eftir æfingum á sunnudaginn í reiðhöllinni okkar á Kjóavöllum

föstudagur, febrúar 23, 2007

Bóklegur tími í græna knapamerkinu

Munið eftir bóklega tímanum í græna knapamerkinu á morgun kl. 10:30 - 12:00

Búninga- og pizzakvöldið


Búninga- og pizzakvöld yngri krakkanna var haldið í gær. Þar mættu púkar og galdranornir, ninjar og draugar, kúreki o.fl.
Ákveðið var að bleyta vel upp í gólfinu í félagsheimilinu með því að fara í vatnsboðhlaup (2 lið áttu að filla sitt hvort glasið af vatni, en það þurfti að fara yfir þvert gólfið með skeið til að sækja vatnið í - smá sull...), það var farið í stoppleiki og stólaleiki o.fl. Heilmikið fjör hjá þeim sem mættu og endað á að allir borðuðu sig spreng-sadda af pizzum frá Hróa hetti.

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Dagskráin

Rétt að rifja upp dagskrána það sem eftir lifir vetrar (a.m.k. það sem yngri kynslóðinni við kemur)

FEBRÚAR
22. febrúar - BÚNINGA- OG PIZZAKVÖLD í félagsheimilinu
23. febrúar - Árshátíð unglinga og ungmenna haldin hjá Mána í Keflavík
25. febrúar - Æfing fyrir Æskan og hesturinn - allir sem vilja gera hestana sína hávaðavana mæti í reiðhöllinni okkar kl. 13:00

MARS
3. mars - Vetrarleikar
8. mars - Generalprufa fyrir Æskan og hesturinn (á fimmtudegi fyrir sýningu)
10.-11. mars - ÆSKAN OG HESTURINN
23. mars - Árshátíð barna haldin hjá Herði í Mosfellsbæ

APRÍL
7. apríl - Vetrarleikar
19. apríl - Firmakeppni og POLLADAGUR
25. apríl - Áburðar- og umhverfisdagurinn
28. apríl - Spilakvöld fyrir krakka í góðu skapi

MAÍ
1. maí - Lýsisdagurinn
19.-20 maí - Íþróttamót
- Sameiginlegur reiðtúr æskulýðsnefnda á Stór-Reykjavíkursvæðinu
- Afhending knapamerka og prófskírteina

JÚNÍ
1.-3. júní - Gæðingakeppni

JÚNÍ / JÚLÍ
30. júní - 8. júlí - Heimsókn til Hestaklúbbsins Skeifunnar á Fjóni

Árshátíð unglinga og ungmenna


Munið eftir árshátíðinni annað kvöld í Keflavík - miðar hjá Brynju Viðarsd, Andvaravöllum 4 milli kl. 19 og 20 - miðaverð 1.500 kr. - sætaferðir

Búninga- og pizzakvöld í kvöld


MUNIÐ BÚNINGA- OG PIZZAKVÖLDIÐ Í KVÖLD KL. 18:00-20:00

Æfingar fyrir Æskan og hesturinn

Þarf að fresta æfingu fyrir "alla hina" fram á sunnudag .

  • ÆFING Á SUNNUDAG KL. 13:00 fyrir grímureið, skrautreið og fánareið
  • grímureið: yngri en 10 ára (pollar) - má líka fá einhvern til að teyma undir sér
  • skrautreið: 10-12 ára
  • fánareið: 2 samlitir öruggir hestar sem hægt er að stjórna þó maður sé með fána
  • ÆFING HJÁ ERLU OG JONNA Í KVÖLD KL. 19:15

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Æfingar fyrir Æskan og hesturinn

Allir hinir (skrautreiðin, fánareiðin og grímureiðin) mæti á æfingu í reiðhöllinni á sunnudag kl. 13:00
Við ætlum að venja hestana við músík og klapp - ekki mæta í búningum

Vantar ennþá hesta í fánareið (þurfa að vera 2 í sama lit og báðir þurfa að þola fána)
Enn er hægt að bæta við skráningum í skrautreið og grímureið, þ.a. þeir sem gleymdu sér um daginn geta samt verið með - mætið á sunnudaginn

Æfingar fyrir Æskan og hesturinn

Æfing hjá Erlu og Jonna í reiðhöll á fimmtudag kl. 19:15

Vinna í Danmörku í sumar?

Alice (sú sem talar íslensku í danska hópnum) spurði hvort einhver duglegur unglingur hefði áhuga á að vinna við íslenska hesta í Danmörku í sumar (aðstoð við tamningar, þjálfun og eftirlit með stóði frá því skóla lýkur og fram í ágúst). Konan heitir Mía Hedebo , hún talar íslensku, er félagi í FT og býr með íslenskum manni, hún er með heimasíðu www.hedebo-toeltheste.dk og netfangið mhk@hedebo-toeltheste.dk

Árshátíð unglinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Miðar á árshátíðina verða til sölu hjá Brynju Viðarsdóttur á Andvaravöllum 4, milli kl. 19:00 og 20:00 miðvikudag og fimmtudag.
Árshátíðin verður haldin hjá Mána og hefst kl. 19:30 á föstudag. Miðaverð er 1.500 kr. og boðið er upp á sameiginlega rútuferð sem kostar 850 kr. Rútan stoppar hjá Bitabæ í Garðabænum kl. 18:15

MIÐARNIR ERU HJÁ BRYNJU milli kl. 19:00 og 20:00

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Grænt knapamerki - bóklegur tími


Jæja,
þá var Beta að láta vita að það yrði bóklegur tími í græna knapamerkinu á laugardaginn kl. 10:30 - 12:00

Búninga- og pizzakvöld á fimmtudaginn

Vantar ennþá foreldra til að standa vaktina ....

Undirbúningshópurinn (sem samanstendur af alveg 3 einstaklingum) ætlar að hittast á Dreyravöllum 3 (miðju) annað kvöld (miðvikudag) til skrafs og ráðagerða kl. 19:30

Árshátíð unglinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Árshátíð unglinga og ungmenna í hestamannafélögunum Andvara, Fáki, Gusti, Herði, Mána Sóta og Sörla verður haldin í samkomuhúsinu Mánagrund í Reykjanesbæ föstudaginn 23. febrúar n.k.

Dagskráin hefst kl. 19:30 og er lofað stanslausu fjöri til miðnættis. Farið verður með rútu suðreftir og í bæinn að skralli loknu. Byrjað verður á að raða í sig kjöti og kartöflum með sýnishorni af sósu út á, svo verður diskótek fram eftir kvöldi

Forsala aðgöngumiða er hjá Brynju á Andvaravöllum 4 - miðaverð er 1.500 kr. á mann

Æskan og hesturinn - æfing

Næsta æfing á fimmtudaginn kl. 19:15 (korter yfir sjö)

Búninga- og pizzakvöld á fimmtudaginn

Gert er ráð fyrir búninga- og pizzakvöldi fyrir yngri krakkana á fimmtudaginn.
Nú vantar okkur sjálfboðaliða úr röðum foreldra til að standa vaktina - hafið samband STRAX

Kveðja,
Kristín

laugardagur, febrúar 17, 2007

Pizzakvöldið í gær

Þegar við ætluðum að mæta á pizzakvöld í gær þá var hópur "aldraðra ungmenna" búinn að leggja undir sig félagsheimilið til að læra járningar (geta menn ekki bara fengið sér járningamann??? - pizzuát meira áríðandi). Þar sem unglingar Andvara láta ekki auðveldlega slá sig út af laginu þá lögðum við undir okkur kaffistofu á Dreyravöllum 3, skemmtum okkur við kókosbolluát (með bundið fyrir augun og hendur fyrir aftan bak - smart ekki satt, Magnea er nú ósigraður meistari í kókosbolluáti), svo fórum við í saltstanga-míkadó (þar sem mátti bara borða þær saltstangir sem maður gat náð óhreyfðum) - svo endaði hópurinn á að banka upp á í nokkrum húsum og bjóðast til að syngja fyrir menn (allir með skófar á rassinum eftir það!)
Sem sagt: Hin besta skemmtun - en við vonum að það hafi ekki margir farið fýluferð

Æskan og hesturinn - æfing

Munið eftir æfingunni fyrir Æskan og hesturinn á morgun (SUNNUDAG) kl. 15:00 - og passið að mæta á réttum tíma

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Konudagskaffið :(

Af óviðráðanlegum orsökum þarf að hætta við konudagskaffið á sunnudaginn :(

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Árshátíð unglinga

Sameiginleg árshátíð unglinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu verður haldin hjá Mána í Keflavík föstudaginn 23. febrúar n.k.

Nú þarf að fara að fá viðbrögð við þátttöku af okkar hálfu - verður hún betri en í fyrra??? (í fyrra fór nebbla BARA 1 frá Andvara) - gert er ráð fyrir að miðinn (með rútu) kosti 1500 kr. Þeir sem eru á fermingarárinu eru löggiltir þátttakendur (og svo er spurning hvað við erum unglingar lengi fram eftir aldri...)

Bóklegt í GRÆNU KNAPAMERKI



Bóklegt í GRÆNU knapamerki á laugardag kl. 10:00 - 11:30 í Hörðuvallaskóla - muna að mæta ekki í hestagallanum

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Pizzakvöld á föstudaginn - MEGAVIKA


Pizzakvöld 12 ára og eldri verður á föstudaginn í félagsheimilinu, byrjum kl. 20:00

Nú er megavika hjá Domino´s þ.a. við ætlum að fá pizzur frá þeim...


Þá eru aðeins tvö vandamál eftir...

Hvernig pizzur borðið þið?????
Hvað koma margir?????


LÁTIÐ VITA HÉR Á
BLOGGINU !!!
NÚNA STRAX !!!

Ef þið viljið koma í veg fyrir að ég kaupi bara pizzur með ólífum og gráðosti, eða sjávarréttapizzur eða eitthvað álíka girnilegt þá þurfið þið að segja til .....

mánudagur, febrúar 12, 2007

Sameiginleg árshátíð unglina á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Eins og undanfarin ár verður árshátíð unglinga haldin sameiginlega fyrir félögin á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Þetta árið verður hún haldin föstudaginn 23. febrúar hjá Mána í Keflavík - stefnt er að því að fara með rútum frá Reykjavík - miðasala verður auglýst um leið og hún hefst

föstudagur, febrúar 09, 2007

Dagskrá febrúar

Núna í febrúar stendur til:

16. febrúar - pizzakvöld 12 ára og eldri - vantar hugmyndir frá ykkur um hvað við getum gert okkur til dundurs annað en borða pizzur


22. febrúar - búninga/pizzakvöld yngri en 12 ára

23. febrúar - sameiginleg árshátíð unglinga hjá Mána í Keflavík

Sjáumst

Á dósum til Danaveldis

Vil minna félagsmenn á að taka vel á móti Andvarakrökkunum sem ætla aftur að safna dósum í hverfinu um helgina - í síðustu viku söfnuðust u.þ.b. 1.800 flöskur og dósir, en betur má ef duga skal

ORANGE KNAPAMERKI - BÓKLEGUR TÍMI


Bóklegur tími í orange knapamerki í fyrramálið !!!!

Keppnisnámskeið

Þeir sem hafa hug á að komast á keppnisnámskeið og eru ekki þegar búnir að skrá sig hjá Ella Sig geta sent mér e-mail með nafni og kennitölu og ég tala við Ella um að útbúa sérstakt keppnisnámskeið - takmarkaður tímafjöldi laus í reiðhöll þ.a. ekki er víst að allir fái það sem þeim hentar

Kveðja,
Kristín "vegghamar@internet.is"

ORANGE KNAPAMERKI - BÓKLEGUR TÍMI

Bóklegur tími verður í orange knapamerki á laugardaginn kl. 10:00-12:00 í Hörðuvallaskóla við Baugakór. Athugið að mæta ekki í hestagallanum og munið eftir bókinni.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Æskan og hesturinn - BREYTING Á TÍMA

Mæting í hesthúsinu hjá Jonna og Erlu kl. 17:00 (þ.e. kl. 5) - vonandi fengu allir sms frá Erlu

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Æskan og hesturinn

Þeir krakkar sem mættu með hesta á úrtökunu um helgina eiga að mæta á fund í hesthúsinu hjá Jonna og Erlu á miðvikudaginn kl. 18:00. Aðeins er um að ræða hópinn sem er fæddur 1994 eða fyrr, þ.e. ekki grímureiðin, ekki fánareiðin og ekki skrautreiðin - farið verður yfir málin og engin æfing verður með hestana þennan dag. Ef einhverjar fyrirspurnir, hringið þá í Óla í síma: 695-4000

MIÐVIKUDAG 7. FEBRÚAR KL. 18:00 - EKKI MEÐ HESTA - Í HESTHÚSINU HJÁ JONNA OG ERLU (DREYRAVÖLLUM 1)

Á dósum til Danaveldis

Þeir Danmerkurfarar sem eru búnir að safna einhverju af dósum og flöskum geta komið með þær með sér á fundinn í kvöld þ.a. við getum talið þær og flokkað - ég skal svo taka rúntinn á Endurvinnsluna í fyrramálið - Kristín

laugardagur, febrúar 03, 2007

Athugasemdir - comments

Mér finnst skelfilegt að sjá hvað ég fæ lítið af "commentum" á blogginu - gerið það nú fyrir mig greyin mín að láta vita af ykkur þegar þið eruð að skoða bloggið svo ég fái ekki á tilfinninguna að það sé enginn þarna úti og ég sé "Palli einn í heiminum" - PLEASE!!!!!

Kristín

Keppnisnámskeið

Elli Sig verður með námskeið um helgar í reiðhöllinni.

Þeir krakkar sem eru búnir að vera að bíða eftir keppnisnámskeiðum með svipuðu sniði og var í fyrra ættu að grípa tækifærið núna og skrá sig.

Upplýsingar um tímasetningu, gjald og skráningu er á heimasíðu Andvara
http://www.andvari.is

föstudagur, febrúar 02, 2007

Fjáröflun Danmerkurfara

Danmerkurfarar ætla nú um helgina að ganga í hús og safna tómum flöskum og dósum - við viljum því beina þeim tilmælum til þeirra sem eru að fara á þorrablótið að henda ekki dósunum í ruslið annað kvöld heldur leyfa krökkunum að njóta góðs af gleðinni.

Kveðjur
Kristín

Æskan og hesturinn - LOKSINS EITTHVAÐ BITASTÆTT

ÞÁ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ - úrtaka fyrir ÆSKAN OG HESTURINN verður á SUNNUDAGINN 4. febrúar kl. 15:00 í reiðhöll Andvara. Sýningin fer fram daga 10.-11. mars n.k.

Eins og áður hefur komið fram eru það þau Erla og Jonni sem sjá um úrtökuna og munu þjálfa atriði Andvara í ár.

Fyrirkomulagið á úrtökunni verður eftirfarandi:

GRÍMUREIÐ:
Þeir foreldrar sem eru með börn sem hafa áhuga á að taka þátt í grímureiðinni eru beðin að mæta og skrá börnin. einnig verður útskýrt nánar hvernig fyrirkomulag undirbúnings og sýningarinnar fer fram. Í grímureiðina er reiknað með knöpum að 10 ára aldri. EKKI ÞARF AÐ MÆTA MEÐ HEST Á ÚRTÖKUNA hjá þeim sem ætla í grímureið, aðeins mæta og skrá sig.

SKRAUTREIÐ:
Þetta er nýtt atriði þar sem knapar 10 ára (þ.e. þeir sem verða 10 ára á árinu) og eldri taka þátt. Þarna er um að ræða slöngureið og annað svo hestakostur og reynsla knapa þarf að vera nokkuð góð. ÞESSIR KNAPAR ÞURFA EKKI AÐ MÆTA MEÐ HEST Í ÚRTÖKUNA en nauðsynlegt er að áhugasamir knapar skrái sig á sunnudaginn.

FÁNAREIÐ:
Mikil áhersla verður lögð á fánareiðina í ár og þar þurfum við á að halda reyndum knöpum og traustum hestum. Þeri sem hafa áhuga á að taka þátt í fánareiðinni skrái sig á sunnudaginn. Ekki þarf að mæta með hest núna, en æfingar fyrir fánareiðina hefjast um næstu helgi.

FÉLAGSATRIÐI:
Þeir knapar sem hafa áhuga á að taka þátt í félagsatriðinu eru beðnir um að MÆTA MEÐ HEST Í ÚRTÖKUNA. Knaparnir sem taka þátt í þessu atriði þurfa að vera fædd 1994 eða fyrr. Erla og Jonni munu sjá um úrtökuna og þjálfa atriðið. Rétt er að taka fram að nauðsynlegt er að vera með vel tamdan og vel þjálfaðan hest í þessu atriði og knapinn hafi nokkra reynslu.


Danmörk 2007

Nú eru komin drög að dagskrá í Danmerkurferðinni. Skeifan er með það sem þau kalla "juniorlejr" fyrstu dagana í júlí (1.-5. júlí) - það er útlilega og reiðnámskeið þar sem m.a. verður sennilega kennt hindrunarstökk. Námskeiðið endar svo með vinamóti. Við ætlum í heimsókn í Lego-land og svo þarf að vinna í því að við getum prófað eitthvað annað en íslenska hesta!

Mótið um helgina

Ástand vallarins er þannig að alls ekki er forsvaranlegt að ætla yngstu knöpunum að keppa á honum vegna slysahættu. Mótanefnd hefur því ákveðið að færa mótið um helgina inn í höll og þar með var orðinn grundvöllur fyrir að hafa polla- og barnaflokka.

Góða skemmtun.

Æskan og hesturinn

Ekki liggur enn fyrir hvenær úrtaka verður fyrir Æskan og hesturinn - sorry
En hún verður örugglega ekki á sama tíma og mótið um helgina