Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

mánudagur, janúar 31, 2005

Námsgögn vegna knapamerkja

Námsgögn verða afhent á morgun þriðjudaginn 1. febrúar milli kl. 18 og 19 í félagsheimilinu. Þau kosta það sama og í fyrra, 1000 kr. hvort sem er fyrir grænt eða orange merki. Þeir sem taka bæði grænt og orange þurfa að lesa yfir grænu gögnin fyrir undirbúningstímann hjá Sigrúnu á miðvikudagskvöld.

Pollar

Halló allir pollar sem eru á reiðnámskeiði á miðvikudögum. Bríet og Viktor sem eru á mánudögum þurfa helst að skipta yfir á miðvikudaga. Ef einhver vill skipta við þau sendið þá póst á sirry@isb.is eða svarið blogginu.

Námskeiðin

Nú er skráningum lokið á námskeið vetrarins. Laus eru 3 sæti á keppnisnámskeið barna en fullt er á öll önnur námskeið.

Stöðupróf

Hæ öll,
stöðupróf verður haldið fyrir þá sem ætla að taka grænt og orange knapamerki saman. Á miðvikudag kl. 19 verður Sigrún með undirbúning fyrir það próf og þarf að hafa með sér hest, hnakk með reiða, hófsköfu, stallmúl og band til að binda hestinn.

sunnudagur, janúar 30, 2005

Fyrsta bloggið!

Hæ og velkomin, það stendur mikið til hjá okkur í vetur eins og venjulega. Dagskráin er þétt og mikið að gera. Námskeið vetrarins byrja 7. febrúar en í ár fórum við langt fram úr væntingum hvað varðar þáttöku í þeim. Næsta miðvikudag verður undirbúningur fyrir stöðupróf í knapamerkjum haldið í reiðskemmunni kl. 19 og eiga allir sem eru skráðir á knapamerkjanámskeið(grænt eða orange) að mæta. Sigrún Sigurðardóttir reiðkennari ætlar fara gegnum nokkur atriði er varða stöðuprófið sem verður svo haldið seinna í sömu viku eða næstu. Nánar um það síðar(búin að senda email á þá sem eiga að mæta).

Umhverfisdagur

Sæl verið þið,
umhverfisnefnd Andvara hefur óskað eftir aðstoð okkar við að gera svæðið tilbúið fyrir stóra mótið sem á að halda í sumar. Ætlunin er að dreifa áburði á svæðinu til að hjálpa gróðrinum. Allir þurfa að taka höndum saman um að gera svæðið okkar fallegra fyrir sumarið. Við tökum þátt með því að mæta við félagsheimilið þann 26. apríl(tímasetning ekki ákveðin) og dreifum áburði sem þar verður úthlutað. Að loknum störfum verður okkur boðið til pizzaveislu í félagsheimilinu. Takið daginn frá!