Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

mánudagur, maí 23, 2005

Sameiginlegur reiðtúr hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu

Sunnudaginn 29. maí verður sameiginlegur reiðtúr barna og unglinga í Andvara, Fáki, Gusti, Herði, Sóta og Sörla.
Andvarakrakkar leggja af stað frá félagsheimili Andvara kl. 14.
Stefnt er að því að allir verði mættir á Hjallaflatir kl. 15.

Farið verður í leiki á flötunum, við syngjum saman og kynnumst krökkunum í hinum félögunum.

Æskulýðsnefndin, Domino’s og Vífilfell bjóða uppá pizzur og kók.

Nú koma allir hressir krakkar með!

föstudagur, maí 13, 2005

Keppnisnámskeið...

verður á þriðjudag, fimmtudag og föstudag í næstu viku sem hér segir.
Það er mjög áríðandi að allir mæti þriðjudaginn 17 maí dómari verður á staðnum og krakkarnir teknir upp á videó.
Kl. 17:00 eiga að mæta Margrét Kristjánsdóttir, Ingvar Ingvarsson, Steinn Haukur Hauksson og Erla Alexandra Ólafsdóttir.
Kl. 17:45 eiga að mæta Dagrún Aðalsteinsdóttir, Vigdís Jóhannsdóttir, Lydía Þorgeirsdóttir og Steinunn Elva Jónsdóttir.
Kl. 18:30 eiga að mæta Svala Magnúsdóttir, Erna Björnsdóttir, Marinó Ársælsson og Andri Ingason.
Kl.19:15 eiga að mæta Dagbjört Guðbrandsdóttir, Hulda Finnsdóttir, Áslaug A. Sigurbjörnsdóttir og Ólöf Jóhannesdóttir.
Kl. 20:00 eiga að mæta Gunnhildur Gunnarsdóttir, Emilía Gunnarsdóttir, Guðlaug Jóna Matthíasdóttir, Ásta Harðardóttir, Svandís Bergmann og Melkorka Ragnhildardóttir.
Síðan eiga allir að mæta kl. 19:00 á fimmtudag til að skoða video og ræða um dóma. Þá eru foreldrar velkomnir að mæta með börnunum.
Aukatími verður á föstudag en rætt verður nánar um fyrirkomulag tímans á fimmtudag.
Kveðja
Tómas Ragnarsson

mánudagur, maí 09, 2005

Keppnisnámskeið-tímabreytingar

Tímar verða skv. stundaskrá í dag mánudag en tímar sem vera áttu á miðvikudaginn 11. maí falla niður og flytjast yfir á þriðjudag 10. maí á sömu tímum. Þátttakendur ath. ef þeir þurfa að tilkynna forföll að hringja í Tomma eða senda honum sms boð, gsm hjá honum er 822 2224. Síðar í vikunni verður send dagskrá fyrir næstu viku en þá er reiknað með einstaklingstímum vegna undirbúnings fyrir íþróttamót Andvara 21-22. maí n.k.