Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

fimmtudagur, mars 30, 2006

Polladagur Andvara 2. apríl

Polladagur Andvara er á sunnudaginn og eru öll börn í Andvara yngri en 12 ára velkomin.
Polladagurinn hefst í Reiðhöllinni í Andvara kl. 14.00 þar sem við ætlum að gera okkur glaðan dag saman til kl 16.00. Farið verður í ýmsa leiki úti og inni, s.s. Andvara-ratleik, stígvélaspark, boðhlaup með dekk, skutlukeppni og margt fleira.

Mætum öll og ekki gleyma góða skapinu :o)

Skipulag er í höndum Æskulýðsnefndar Andvara.
Nánari upplýsingar: Ragga sími 695-5004 og Jónas sími 693-4274

Bóklegt próf í Grænu Knapamerki

Mánudaginn 3. apríl nk. verður haldið bóklegt próf í Grænu Knapamerki. Prófið verður í félagsheimili Andvara kl. 19:30- 20:30

Nemendur mæti stundvíslega með ritföng og pappír ( aukablöð ) meðferðis.

föstudagur, mars 24, 2006

Tilkynning frá reiðkennurum

Allir sem eru í prófi 29.mars í GRÆNA knapamerkinu:

Nemendur komi í prófið með:

Hest, hnakk, beisli, múl, stallmúl og hófsköfu þeir sem eiga.

Próftími er sem áður segir kl. 17-19 miðvikudaginn 29. mars.

þriðjudagur, mars 21, 2006

Reiðtímar falla niður í dag 21. mars

Athugið, reiðtímar hjá Sölva falla niður í dag. Send voru sms skilaboð á alla sem áttu að mæta, ef þau hafa ekki borist þarf að senda uppfærslu á gsm númeri til rabbih@isholf.is eða hringja í síma 897-1299.

mánudagur, mars 20, 2006

Tilkynning vegna reiðkennslu

25. mars n.k:
Rauða knapamerkið: Allir hópar í rauða merkinu
a. Bóklegur / verklegur tveggja klst. tími laugardaginn 25.mars kl. 12-14 ( 12-13 í félagsheimilinu og 13-14 í reiðhöll Andvara ). Björgvin dýralæknir heldur fyrirlestur um:
i. Fóðurfræði
ii. Sjúkdómafræði
iii. Fóðurinnihald
Nemendur lesi / kynni sér námsefnið vel.
Verklegt / bóklegt í reiðhöll kl.13-14
iv. Nemendur meta 3 hesta og skila skriflegu mati.

Nemendur komi með bækurnar sem og ritföng, blöð til að skrifa á.

29. mars n.k:
Rauða knapamerkið: Allir hópar í rauða merkinu
Miðvikudaginn 29 mars verður tvöfaldur bóklegur tími hjá öllum hópum í Rauða knapamerkinu milli kl. 17 -19.
Muna að taka með sér bækurnar og ritföng.
ATH: Verklegir reiðtímar í Rauða merkinu á miðvikudaginn 29.mars falla niður.

Allir í Grænu knapamerki: (sem byrjuðu í janúar)
Verklegt próf verður haldið í Græna knapamerkinu miðvikudaginn 29. mars í reiðhöllinni milli kl. 17-19

Reiðkennarar á Ístölti

Gaman er að benda á að báðir reiðkennararnir okkar í Andvara komust í úrslit Ístölt 2006. Nú er bara að mæta og styðja þau í aðalkeppninni!

föstudagur, mars 17, 2006

Umhirða reiðtygja

Námskeið í umhirðu reiðtygja fellur niður vegna ónógrar þátttöku.

Árshátíð barna 9-12 ára

Sameinleg árshátíð Hestamannafélaganna
Hörður Fákur Andvari Sörli Sóti og Máni
verður haldin í Félagsheimilinu Harðarbóli Föstudaginn 24 mars kl 18-21

* Matur
* Diskótek- Skemmtun -Leikir

Verð 1500
Skráning hjá Sigurey í síma 843-9032

mánudagur, mars 13, 2006

Bóklegir tímar knapamerkja

Bóklegir tímar verða á miðvikudaginn 15. mars kl.16-grænt og 17-orange
muna að hafa bækurnar með!

laugardagur, mars 04, 2006

Bóklegir tímar knapamerkja

Vegna veikinda falla niður bóklegir tímar sem áttu að vera í grænu og orange knapamerki á morgun sunnudaginn 5. mars.

Áætlað er að hafa þessa tíma í næstu viku sem hér segir:

Grænt knapamerki - þriðjudaginn 7. mars kl. 16
Orange knapamerki-miðvikudaginn 8. mars kl. 17

föstudagur, mars 03, 2006

Danir í heimsókn

Frá 9. til 14. apríl n.k. munu 28 danir vera hjá okkur í heimsókn. Í tilefni af því verður haldinn fundur með þeim sem fóru í heimsókn til "hesteklubben Skeifan" í júní í fyrra til að ræða dagskrána og fleira.

Sunnudagsreiðtúr

Mætum öll í sunnudagsreiðtúr æskulýðsnefndar kl. 13 á sunnudaginn, allir velkomnir með.

Bóklegir tímar í knapamerkjum

bóklegir tímar í grænu og orange knapamerki verða á sunnudaginn.
Grænt kl. 11 og orange kl. 12. Munið að koma með bækurnar.