Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

laugardagur, júní 25, 2005

Fréttir af ferðalöngum

Veðrið hefur leikið við ferðalangana okkar í Danmörku. Á mótinu á fimmtudag tóku þau til sín fleiri verðlaun en danir gerðu ráð fyrir enda góðir knapar á ferð. Mjög vel hefur tekist til með gistingu hópsins heima hjá dönsku krökkunum og allir ánægðir. Í gær var farið í dýragarðsferð og að versla á eftir í Óðinsvéum og var víst mikið verslað. Í dag eru þau í Legolandi í sama góða veðrinu og munu leggja af stað til Billund uppúr kl. 19. Hlökkum til að sjá þau brún og sælleg í Leifsstöð um miðnætti en þá er áætlaður komutími.

fimmtudagur, júní 23, 2005

Danmerkurfararnir okkar

Ferðin til Danmerkur gekk mjög vel og eru ferðalangarnir í frábæru veðri á Fjóni, 20°C og glampandi sól. Mikið fjör er í hópnum og mikið um að vera enda stíf dagskrá en það fréttist af stelpunum að þær væru ekki eins áhugasamar um hestamennskuna á staðnum eins og að komast í búðirnar. Verðum með fleiri fréttaskot úr ferðinni.