Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

miðvikudagur, mars 30, 2005

Keppnisnámskeið bóklegir tímar

Bóklegir tímar hjá Tómasi Ragnarssyni verða í félagsheimilinu á morgun fimmtudag
kl. 18.00 hjá börnum og kl. 19.00 hjá unglingum og ungmennum

fimmtudagur, mars 17, 2005

Tilkynning vegna knapamerkja

Laugardaginn 19. mars verða bóklegir tímar hjá Sigrúnu í félagsheimilinu, orange kl.11 og grænt kl. 12

sama dag verða aukareiðtímar fyrir grænt merki kl. 9 fyrir hópana sem eru kl. 18 og 19 og
kl. 10 fyrir hópana sem eru kl. 20.

Athugið varðandi verklegu prófin:
Við mætingu í verklegt knapamerkjapróf þarf að greiða prófdómara kr. 1000

Gangi ykkur vel!

Æfingamót

Æfingamót fyrir þátttakendur á keppnisnámskeiði hjá Tómasi Ragnarssyni verður haldið í reiðhöllinni Kjóavöllum föstudaginn 15. apríl n.k., kl. 17.00-21.00. Veitingar. Foreldrar og aðstandendur sérstaklega velkomnir enda þurfa þeir að aðstoða við framkvæmd mótsins. Takið daginn frá. Nánar auglýst síðar.

miðvikudagur, mars 09, 2005


Andvaragallinn Posted by Hello


Andvaragallinn Posted by Hello

Andvaragallar til sölu

Hægt verður að panta Andvaragallana vinsælu hjá æskulýðsnefnd í vetur. Gallarnir eru frá Henson merktir Andvara Sjá meðfylgjandi myndir. Þær stærðir sem eru í boði eru frá 128 til XXXXL fullorðins en sérstakir mátunardagar verða 21. og 22. mars í félagsheimilinu kl. 18 - 20. Þá getur fólk fundið sína stærð og pantað sér galla sem passar. Greiða þarf staðfestingargjald við pöntun en gallarnir eru á sama verði og í fyrra eða 7500 kr. Hægt er að panta staka treyju eða buxur. Þeir sem vilja panta án mátunar geta sent email á rabbih@isholf.is

Knapamerkjapróf

Bóklegt grænt knapamerkjapróf verður haldið í félagsheimilinu þann 30. mars kl. 17.
Bóklegt orange knapamerkjapróf verður haldið í félagsheimilinu þann 21. mars kl. 17.


Verklegt grænt knapamerkjapróf verður svo haldið þann 3. apríl.
Verklegt orange knapamerkjapróf verður haldið í reiðskemmunni þann 23. mars.

Sigrún reiðkennari mun raða láta ykkur vita nánar um verklegu prófin.

Mikilvægt er að allir mæti tímanlega

þriðjudagur, mars 01, 2005

Árshátíð barna 9-12 ára

Í Herði, Fáki, Andvara, Sörla, Gusti, Sóta og Mána
Haldið í Félagsheimilinu Harðarbóli Föstudaginn 4 mars kl 18-21

* Skemmtiatriði
* Lalli töframaður
* Matur
* Diskótek

Verð 1500 kr
Skráning og miðasala í Harðarbóli í dag þriðjudaginn 1. mars milli klukkan 18-20.