Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

föstudagur, febrúar 22, 2008

Árshátíð unglinga 2008 - fellur niður

Æskulýðsnefndir hestamannafélanna á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður fyrirhugaða árshátíð unglinga sem átti að fara fram í kvöld, föstudag. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þess að mjög lítil skráning hafði verið á árshátíðina.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Árshátíð Unglinga 2008

Hin árlega Árshátíð Unglinga verður haldin föstudaginn 22.febrúar í félagsheimilinu hjá Fáki. Á árshátíðina koma unglingar frá hestamannafélögunum Fák, Sörla, Mána, Andvara, Sóta, Herði og Gust. Það verður eldaður matur og svo spilar "Maggi diskó". Aldurstakmark miðast við þá sem verða 14 ára á árinu.

Hátíðin hefst kl. 19:30 og stendur til kl. 01:00.

Verðinu er stillt mjög í hóf, kr. 1.700.- með matnum, en það kemur kokkur á staðinn og útbýr góðan mat.

Það verður að skrá sig í síðasta lagi á fimmtudaginn 21. febrúar hjá Erlu Guðný í æskulýðsnefndinni á netfanginu kraka@simnet.is eða í GSM. 862-3646.

Foreldrar/forráðamenn þurfa að sjá um að koma unglingunum á staðinn og heim aftur.