Æskulýður Andvara

Þessi blogsíða er ætluð æskulýðsnefnd Andvara og er stefnan að upplýsa og skemmta fólki með reglulegum pistlum og skoðanaskiptum um það sem er í gangi hjá okkur hverju sinni.

fimmtudagur, október 27, 2005

Reiðkennarar í vetur

Ráðnir hafa verið tveir reiðkennarar til að sinna kennslu í Andvara í vetur á vegum æskulýðsnefndar. Sigrún Sigurðardóttir mun halda áfram að kenna knapamerkin og Sölvi Sigurðarson mun halda keppnisnámskeið með meiru.
Æskulýðsnefnd mun einnig skipuleggja reiðnámskeið fyrir fullorðna og verða þau auglýst síðar.

laugardagur, október 22, 2005

Æskulýðsbikar LH

Andvari hefur hlotið æskulýðsbikar Landssambands hestamannafélaga fyrir gott starf í þágu barna og unglinga. Æskulýðsnefnd er að vonum hreykin af þessum heiðri og lítur á hann sem hvatningu til að halda áfram öflugu starfi sínu. Afhending bikarsins fór fram á landsfundi formanna hestamannafélaga í dag, 22. nóvember 2005.

Til gamans má benda á að skýrslur sem æskulýðsnefndir skiluðu til LH má nálgast á vef sambandsins, www.lhhestar.is